Fréttir

Munum að hreinsa jörðina eftir skothríð gamlárskvölds

Það viðraði bísna vel til flugeldaskothríðar á gamlárskvöld, veður stillt og drundi því duglega í þegar flugeldarnir sprungu á himnum. Það er misjafnt hversu duglegt fólk er að taka til eftir þessa skotaskemmtun og í tilkynningu á vef Skagafjarðar er fólk minnt á að hreina upp rusl eftir flugelda og skotkökur.
Meira

Tókst að sniðganga alveg markmið síðasta árs

Það er Króksarinn Magnús Barðdal sem gerir upp árið að þessu sinni en hann starfar nú sem verkefnastjóri fjárfestinga hja SSNV en hans helsta verksvið er að auka fjárfestingar í landshlutanum með það fyrir augum að fjölga atvinnutækifærum. Hann væri alveg til í að sjá Tindastólsmenn verja Íslandsmeistaratitilinn.
Meira

Bíður spennt eftir Fljótagöngum

Enn er Feykir að rótast í að plata fólk til að gera upp árið sitt með lesendum. Að þessu sinni er það Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum sem höndlar uppgjörið. Hún er bóndi og ferðaþjónustubóndi en ábúendur á Brúnastöðum eru m.a. með húsdýragarð og standa í geitaostagerð svo eitthvað sé nefnt. Hún bíður spennt eftir Fljótagöngum.
Meira

Áætlað að framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar hefjist á árinu

Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, þá hefjast framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar á árinu. Ný ytri höfn verður í stakk búin til að taka á móti bæði stærri skipum og skipum sem rista dýpra en Sauðárkrókshöfn ræður nú við.
Meira

Íbúafundur á Borðeyri

Sagt er frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að á dögunum skilaði starfshópur um eignir, jarðir og lendur í eigu Húnaþings vestra af sér tillögum. Þar kom fram að meðal annars lagði hópurinn til að skólahúsnæðið á Borðeyri yrði boðið til sölu eða leigu með eflingu búsetu og atvinnu á svæðinu í huga.
Meira

Maria Callas og Norah Jones notaðar til að svæfa / SÓLVEIG ERLA

Tón-lystin hefur áður tekið fyrir tvær dömur í hljómsveitinni Skandal, þær Ingu Suska frá Blönduósi og Sóleyju Sif frá Skagaströnd, en nú er komið að þriðja og síðasta Norðvestlendingnum í þessari efnilegu fimm stúlkna hljómsveit. Röðin er því komin að Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur frá Tjörn í Skagabyggð að tækla Tón-lystina en hún er fædd árið 2006, spilar á þverflautu og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri líkt og aðrir meðlimir Skandals.
Meira

Frið á jörð

Á nýársdegi er það Erla María Lárusdóttir innanhúshönnuður sem gerir upp árið 2023. „Ég starfa hjá Vinnumálastofnun, sit í sveitarstjórn á Skagaströnd, tek að mér verkefni í innanhússhönnun og rek menningar- og samveruhúsið Bjarmanes ásamt Evu Guðbjartsdóttur,“ svarar Erla María þegar Feykir forvitnast um hvað hún sé að bralla. Sumir hafa bara fullt að gera.
Meira

Gleðilegt nýtt ár!

Feykir óskar lesendum sínum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem var að líða undir lok.
Meira

Birna Olivia kjörin Íþróttamaður USVH 2023

Í gær, laugardaginn 30. desember, var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni USVH 2023 en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni á Hvammstangi en þar fór þá fram fjáröflunarmót Kormáks/Hvatar. Hlé var gert á keppni á meðan úrslitin voru kunngjörð en það var knapinn Birna Olivia Ödqvist sem hlaut heiðurinn en hún náði prýðilegum árangri í hestaíþróttum á árinu.
Meira

Húrra fyrir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnusamband Íslands hefur frá stofnun afhent heiðursmerki við sérstök tilefni, en heiðursmerki KSÍ úr silfri er veitt þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. Sagt er frá því á Aðdáendasíðu Kormáks að á fundi orðunefndar 20. desember 2023 voru þrír bakhjarlar Kormáks Hvatar sæmdir þessu heiðursmerki, fyrstir allra úr röðum Umf. Kormáks.
Meira