Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykkt með góðum meirihluta atkvæða
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.06.2024
kl. 21.52
Og þá eru eftir tvö! Íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa nú síðustu vikur kosið um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kosningu lauk í dag og niðurstöður hafa þegar verið kynntar en sameingin var samþykkt með talsverðum mun; um það bil 75% þeirra sem kusu í Skagabyggð samþykktu sameiningu og um 90% sögðu já á Húnabyggð.
Meira