Fréttir

Valli hlaut Hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024

Á hátíðardagskrá 80 ára lýðveldisafmælisins á Blönduósi sem fram fór, eins og lög gera ráð, fyrir þann 17. júní var Valdimar Guðmannsson, sem margir kannast við af Facebook sem Valla í Húnabyggð, fékk hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Nemendur frá sjö löndum brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 7. júni. Alls brautskráðust 43 nemendur frá skólanum og þeir komu frá sjö þjóðlöndum en auk Íslendinga voru það nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Sviss sem brautskráðust frá Hólum.
Meira

Svavar Knútur í Krúttinu í kvöld

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt. Í kvöld mætir kappinn til leiks í Krúttinu á Blönduósi og hann mun syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru velkomin í fylgd með foreldrum.
Meira

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira

Hrossaeigendur á Sauðárkróki athugið !

Á vef Skagafjarðar segir að þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband við Kára Gunnarsson þjónustufulltrúa landbúnaðarmála, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar.
Meira

Búminjasafnið í Lindabæ og Samgöngusafnið í Stóragerði búin að opna fyrir gesti

Bíla og tækjasöfn Skagafjarðar hafa nú opnað fyrir gesti en Búminjasafnið í Lindabæ opnaði þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 13-17. Samgöngusafn Skagafjarðar opnaði á laugardaginn var og er einnig opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Nýir sýningargripir bætast við söfnin á hverju ári og er einnig hægt að gæða sér á vöfflum og með því á báðum stöðum alla daga. 
Meira

Fínasta veður í dag, 17. júní

Á vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði hæg breytileg átt, þurrt og bjart veður og á hitinn að vera frá 10 til 16 stig á svæðinu. Það er því tilefni til að njóta dagsins utandyra í dag, 17. júní. 
Meira

Í dag er 80 ára lýðveldisafmæli Íslands

Í dag, 17. júní, eru 80 ár liðin frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Jafnt í fjörugum leik Tindastóls og Víkings

Eftir þrjá tapleiki í röð ætluðu Stólastúlkur að næla í þrjú stig þegar bikarmeistarar Víkings komu valhoppandi norður yfir heiðar. Loks var leikið á gervigrasinu á Króknum en þar höfðu Stólastúlkur ekki sparkað í keppnistuðru síðan leysingahelgina miklu í apríl. Leikurinn var ágæt skemmtun, hart var barist en eftir að gestirnir náðu forystunni snemma í síðari hálfleik sáu þær um að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka. Liðin fengu því sitt hvort stigið eftir 1-1 jafntefli.
Meira