Fréttir

Það eru bara 25 tímar í sólarhringnum...

Björgvin Brynjólfsson býr í Vogahverfinu í Reykjavík en er alla jafna einn alharðast stuðningsmaður Kormáks/Hvatar í fótboltanum og einn af spekingunum á bak við aðdáendasíðuna. Þá er kappinn formaður meistaraflokksráðs liðsins en er að auki gæðastjóri hjá Vegagerðinni. Þar sem hann fékk óvart sendan spurningalista sem fylgdi nokkurra ára gömlu ársuppgjöri hefur Feykir upplýsingar um að Björgvin er sporðdreki „...með öllum tilheyrandi kostum og löstum.“ Þau þrjú orð sem honum finnst lýsandi fyrir árið eru; árangur uppferð og hamingjja – sem segir manni að árið hans hafi verið vel yfir meðallagi.
Meira

Græni salurinn reyndist frábær kvöldstund

Það var eðalstemning í Bifröst síðastliðið föstudagskvöld þegar breiður hópur skagfirsks tónlistarfólks steig á marrandi sviðið og gerði heiðarlega tilraun til að lyfta þakinu af gamla kofanum á tónleikunum Græni salurinn. Tíu grúbbur mættu til leiks og sumt listafólkið í mörgum eins og vill verða þegar múltítalentar leiða saman hesta sína. Feykir heyrði hljóðið í þremur köppum að tónleikum loknum og fékk lánaðar nokkrar myndir.
Meira

Verkefni Byggðasafns Skagfirðinga og Háskólans á Hólum hlutu NORA styrki

Íslendingar taka þátt í níu af þeim tíu verkefnum sem NORA, Norræna Atlantssamstarfið, ákvað að styrkja á síðasta fundi sínum fyrir jól. Styrkirnir nema samtals um 66 milljónum íslenskra króna, 3,3 milljónum danskra. Alls bárust 19 umsóknir að þessu sinni og eru flest þeirra verkefna sem hlutu styrk nú framhaldsverkefni og hafa áður fengið styrk. Íslendingar hafa verið iðnir við að sækja um styrki til Nora og meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni voru Háskólinn á Hólum og Byggðasafn Skagfirðinga.
Meira

Takk pabbi

Hrefna Jóhannesdóttir, skógræktarbóndi á Silfrastöðum og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni, féllst á að gera upp árið í Feyki. Hún situr einnig í sveitarstjórn Skagafjarðar og segir það vera afar gefandi og hvetjandi að umgangast gott og skemmtilegt fólk.
Meira

Maðurinn með stáltaugarnar er maður ársins

Árni Björn Björnsson, sem við þekkjum flest sem Árna á Hard Wok, gerir upp árið hjá okkur á Feyki. Árni hefur meðal annars verið valinn maður ársins á Noðurlandi vestra og ötull stuðningsmaður Tindastóls, svo eitthvað sé nefnt. Árni varð fyrir því óhappi að slasa sig rétt fyrir jólin þegar hann datt og braut hryggjalið sem hann segir kvalafullt en tekur það jafnframt fram að hann hafi verið heppin að slasast ekki meira, en höfuð og mænan slapp. Fall er vonandi fararheill og óskum við Árni nái skjótum bata.
Meira

Það hressir, bætir og kætir að lesa ársuppgjör Aðdáendasíðu Kormáks

Lið Kormáks/Hvatar vann mikið og gott afrek í sumar þegar Húnvetningar stýrðu skútu sinni upp úr 3. deild og munu því þeysa um knattspyrnuvelli í 2. deild á nýju ári. Af þessu tilefni þótti aðstandendum hinnar rómuðu Aðdáendasíðu Kormáks tilefni til að hræra í gott og algjörlega óhlutlaust ársuppgjör.
Meira

Þórður Ingi sigraði á Jólamóti PSK í pílu

Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram í gærkvöldi í aðstöðu PSK að Borgarteigi 7 á Sauðárkróki. Fullmannað var í alla riðla eða 32 þátttakendur í heildina. Úrslitin urðu þau að Þórður Ingi Pálmarsson sigraði Arnar Geir Hjartarsoní úrslitaleik. Jón Oddu Hjálmtýsson varð í þriðja sæti,sigraði Heiðar Örn Stefánsson.
Meira

Við áramót : Teitur Björn Einarsson skrifar

Við horfum nú við áramót að baki viðburðaríku ári hér heima á Íslandi og á erlendri grundu. Náttúruhamfarir á Reykjanesi, kjaramál og verkföll, efnahagsórói og raforkuskortur hafa verið helstu viðfangsefni ársins og munu fylgja okkur inn í nýja árið ef af líkum lætur. Sama er uppi á teningnum á alþjóðavettvangi þar sem stríð geisa og átök brjótast út milli þjóðfélagshópa. Spennustigið er því miður víða of hátt og óvenjulegar forsetakosningar á næsta ári í öflugasta lýðræðisríki heims munu væntanlega ekki slá á þær væringar. En það er aftur á móti jafn líklegt að hugsanlegar forsetakosningar hér á landi í júní næstkomandi munu ekki rugga bátnum á alþjóðavettvangi.
Meira

Hver vill ekki skella bévaðri verðbólgunni á brennuna?

Þá er það Blönduósingurinn Guðmundur Haukur Jakobsson sem gerir upp árið. Ef rennt er yfir upplýsingar á Facebook-síðu hans má sjá að hann er forseti sveitarstjórnar í Húnabyggð, matreiðslumaður og kúskari í félagsheimilinu á Blönduósi og pípulagnameistari hjá N1 píparanum. Í haust varð hann síðan einn alfrægasti eldislaxaháfari landsins. Ætli það liti uppgjör ársins?
Meira

Að fá viðurkenningu fyrir vel unnið starf er mjög gaman

Arnar Björnsson var valinn íþróttamaður Skagafjarðar við hátíðlega athöfn í Ljósheimum á dögunum. Arnar er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks Tindastóls í körfubolta og var aðeins 6 ára gamall þegar áhuginn á íþróttinni kviknaði þegar hann fékk að kíkja með pabba sínum á æfingar í Síkinu, en í kringum 11 ára þegar hann fær metnað fyrir íþróttinni og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera í framtíðinni.
Meira