Atli Freyr sigraði á lokamóti ársins hjá GSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.01.2024
kl. 08.32
Þátttakendur á Pebble Beach frá vinstri: Guðmundur Ragnars, Björgvin Reynis, Guðmundur Ágúst, Óli Barðdal, Atli Freyr sigurvegari, Una Guðmunds og Marteinn Jóns en fyrir framan situr Reynir Barðdal. Allt eru þetta auðvitað meistarar. AÐSEND MYND
Lokamót ársins hjá Golfklúbbi Skagafjarðar fór fram á Flötinni þann 30. desember síðastliðinn. Spilað var á Pepple Beach vellinum í Trackman en í húsakynnum GSS við Borgarflöt er hægt að spila golf á hinum ýmsu völlum víðsvegar um heiminn í golfhermi klúbbsins.
Í tilkynningu frá GSS segir að spilað hafi verið eftir Shoot out fyrirkomulagi þar sem keppendur duttu úr leik einn af öðrum þar til sigurvegari stóð eftir.
Það var enginn annar en Atli Freyr Rafnsson þjálfari GSS sem bar sigur úr býtum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.