Drangey og Málmey lönduðu 190 tonnum

Drangey SK2 í höfn. MYND AF FIS.IS
Drangey SK2 í höfn. MYND AF FIS.IS

Tveir togara FISK Seafood voru mættir til löndunar á öðrum degi ársins að afloknu jólafríi. Alls lönduðu Drangey SK2 og Málmey SK1 um 190 tonnum og var uppstaða aflans þorskur og karfi.

Svo öllu sé til hafa haldið þá landaði Drangey 108 tonnum, þorski og karfa, en Drangey var m.a. að veiðum á Vesturhorni Víkuráls. Málmey landaði því 82 tonnum, megninu þorski, en Málmeyingar voru m.a. að veiðum á Sléttagrunni.

Þetta má lesa í fréttum frá 2. janúar á heimasíðu FISK Seafood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir