Fréttir

Ný stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hélt aðalfund í gær og segir í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar að góð mæting hafi verið á fundinn og félagar sammála um að reksturinn gangi vel og tækifæri séu fyrir sveitina til að halda áfram að vaxa og dafna. Á fundinum var ný stjórn kjörin og var Einar Ólason kosinn formaður.
Meira

Sóldísir í Höfðaborg og Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur tvenna tónleika í Skagafirði í apríl. Þetta söngárið hefur kórinn verið að syngja lög eftir Magnús Eiríksson við frábærar undirtektir. Nú þegar hafa þær haldið tónleika í Miðgarði, Blönduóskirkju og Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og aðsókn verið frábær.
Meira

NÓTAN í Miðgarði

NÓTAN 2024 - uppskeruhátíð tónlistarskólanna verður haldin næstu helgi með hátíðartónleikum á fjórum stöðum um landið. Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norðurlandi fer fram í Menningarhúsinu Miðgarði sunnudaginn 14. Apríl kl. 14.00 og eru allir velkomnir. 
Meira

Fjölskyldufjör í Varmahlíð

Feykir sagði frá því, ekki margt fyrir löngu, að nemendur á miðstigi í Varmahlíðarskóla hefðu kynnt hugmyndir sínar um hvernig skólalóð þau vildu hafa fyrir foreldrum sínum, skólaliðum og sveitarstjóranum Sigfúsi Inga. Í kjölfar kynningar hafði formaður sveitarstjórnar Einar Eðvald Einarsson samband og lagði til að nemendur veldu minni leiktæki sem hægt væri að færa á milli ef að breyta ætti skólalóðinni seinna. Nem- endur gerðu könnun um hvaða leiktæki þau vildu helst fá.
Meira

Góðar gjafir í málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla

Málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla hafa borist góðar gjafir í vetur. Fyrir áramótin fékk stofnan að gjöf nýja og fullkomna mig/mma suðuvél, sem var mikil breyting frá gömlu suðuvélinni, sem var orðin því sem næst ónothæf.
Meira

Arnar Már pílaði best

Fimmta mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Það voru sautján pílukastarar sem mættu til leiks og var spilað í þremur deildum. Úrslitin urðu þau að í A deild reyndist forstjóri Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, seigastur pílukastara og fór því með sigur af hólmi.
Meira

Orri og Veigar verða með U20 landsliðinu í sumar

Orri Már Svavarsson og Veigar Örn Svavarsson hafa verið valdir í 16 manna hóp U20 ára landsliðs Íslands 2024. Tvíburarnir Kolbrúnar og Svavars, fæddir 2005, hafa verið fastamenn í hópnum hjá liði Tindastóls í Subway-deildinni í vetur og fengu talsverðan spilatíma með liðinu fyrir áramót þegar hópurinn var þunnskipaðri og meiðsli plöguðu nokkra lykilleikmenn.
Meira

Arna Rún öldrunarlæknir stokkin á HSN vagninn

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tilkynnir með ánægju að Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir, hafi verið ráðin til starfa hjá HSN. Arna Rún hefur mikla reynslu en hún hefur starfað um árabil sem öldrunarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri og verið forstöðulæknir endurhæfingar- og öldrunarlækninga.
Meira

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra

Það eru sviptingar í stjórnmálunum þessa dagana. Í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir, sem verið hefur forsætisráðherra síðustu sex og hálft árið í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, ákvað að venda sínu kvæði í kross og gefa kost á sér í embætti forseta Íslands, baðst hún um helgina lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Guðni forseti féllst á beiðnina en bað Katrínu að gegna embætti þar til ríkisstjórnarflokkarnir réðu ráðum sínum. Nú hafa flokkarnir þrír komist að niðurstöðu og mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taka við stöðu forsætisráðherra.
Meira

Útgáfuhóf í Gránu í tilefni af útkomu Skagfirðingabókar 43

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2024, er komin út og verður senn dreift til áskrifenda. Ákveðið er að næstkomandi sunnudag, þann 14. apríl, verði haldið útgáfuhóf í Gránu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Þar verður opið hús frá kl. 14 þar sem bókin verður kynnt og nokkrir af höfundum munu koma þar fram og spjalla við gesti.
Meira