Vonir um að ný borhola við Húnavelli tvöfaldi afköst hitaveitunnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.08.2024
kl. 16.17
Boranir eftir heitu vatni hjá hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar, sem fara fram að Reykjum við Húnavelli, þykja lofa góðu en í frétt RÚV segir að þess sé vænst að ný vinnsluhola geti aukið afkastagetu hitaveitunnar umtalsvert og bætt úr skorti á heitu vatni í þessum byggðarlögum. Afkastagetan þar var svo gott sem fullnýtt og afhending á heitu vatni til stærri notenda verið takmörkuð síðustu ár. Í fréttinni segir að hitaveitan afkasti í dag 27 til 28 lítrum á sekúndu og allra björtustu vonir séu að nýja holan geti allt að því tvöfaldað þau afköst.
Meira