Ólíkir tónlistarheimar mætast á ferðalagi um landið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
16.04.2024
kl. 11.52
Marína Ósk kemur úr heimi djass og Ragnar Ólafsson úr rokki. Þau leggja nú saman af stað í tónleikaferðalag saman um allt land 16.-28. apríl. Þau kynntust í Húsi máls og menningar, þar sem þau spila flest kvöld vikunnar fyrir fullu húsi. Semja nú saman söngvaskáldatónlist og gáfu meðal annars út lagið Er kólna fer ekki alls fyrir löngu. Þau heimsækja Gránu á Sauðárkróki á morgun – miðvikudaginn 17.apríl og hefjast tónleikarnir kl.20.30.
Meira