Stólarnir komnir í góða stöðu á toppi 4. deildar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.08.2024
kl. 21.28
Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti Kópavogspiltum í Ými í raka og þelköldu þokulofti. Liðin hafa skipst á um að tróna á toppi deildarinnar síðustu vikurnar og ljóst að sigur í dag yrði stórt skref fyrir heimamenn í átt að því að tryggja sér keppnisrétt í 3. deild að ári. Það fór svo að stigin þrjú bættust í Stólapottinn eftir 3-1 sigur og áfram heldur frábært gengi Tindastóls í deildinni.
Meira