Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
12.09.2024
kl. 09.08
Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira