Fréttir

Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins

Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira

Halldór B. Gunnlaugsson er nýr framkvæmdastjóri Farskólans

Á vef farskólans segir að  Halldór Brynjar Gunnlaugsson, sem starfað hefur sem verkefnastjóri í Farskólanum frá árinu 2011, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Farskólans.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira

Ávaxtakarfan á svið í Bifröst

Leikfélagið á Sauðárkróki hefur hafið æfingar á hinni sívinsælu Ávaxtakörfu eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vorsísar Eysteinsdóttur. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Frumsýning er áætluð 15. október nk.
Meira

Sprúðlandi nýr Feykir kominn út

Delúx-útgáfan af Feyki kom út í dag en það þýðir að blaðið er 16 síður af alls konar í þetta skiptið. Opnuviðtalið er við Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóra Húnabyggðar, sem segir lesendum hressilega frá verkefnum og viðfangsefnum sveitarstjórans og ýmsu því sem brennur á íbúum sveitarfélagsins. Hann segir m.a. starf sveitarstjórans algjörlega allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. „Það er reyndar gott því að það var ástæða þess að ég ákvað að taka þetta starf og gefa mér þessa áskorun sem hefur reynst ansi hressandi,“ segir Pétur.
Meira

Réttarball Fljótamanna

Hið margrómaða Réttarball Fljótamanna verður haldið laugardagskvöldið 14. september í félagsheimilinu Ketilási. Ástarpungarnir frá Siglufirði munu halda uppi fjörinu frá klukkan 23:00 til 03:00.
Meira

Starf menningar- og tómstundafulltrúa á Skagaströnd auglýst að nýju

Húnahornið greinir frá því að sveitarfélagið Skagaströnd hafi hætt við að ráða í starf menningar- og tómstundafulltrúa á grundvelli auglýsingar sem birt var um starfið. Auglýsa á starfið að nýju með breyttum áherslum. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá því á föstudaginn. Starfið var auglýst í sumar og bárust sjö umsóknir.
Meira

Vonast til að afköst hitaveitunnar á Sauðárkróki aukist um 35-40%

„Borun hefur gengið vel en holan er staðsett 15 metrum vestan við holu BM-10 í Borgarmýrum,“ sagði Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna, þegar Feykir spurði hann hvernig borun eftir heitu vatni hefði gengið á Sauðárkróki. Vonast er eftir að afköst veitunnar aukist um 35-40% ef aðgerðin heppnast vel.
Meira

Tré ársins 2024 í Varmahlíð

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins. Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf hérlendis nú segir á vef Skóræktarfélags Íslands.
Meira

Hólar til framtíðar

Hólahátíð var haldin dagana 17.-18. ágúst síðastliðna venju samkvæmt og tókst hún í alla staði afar vel. Hólaræðu að þessu sinni flutti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Var það vel til fundið því málefni Háskólans á Hólum hefur verið nokkuð í deiglunni að undanförnu í ljósi stefnumörkunar ráðherra og því að skólinn og Háskóli Íslands undirbúa nú að hefja samstarf á grunni nýrrar háskólasamstæðu á næsta ári.
Meira