Rabb-a-babb 231: Valdimar

Valdimar alveg kampakátur. MYND AF FB
Valdimar alveg kampakátur. MYND AF FB

Að þessu sinni er það Valdimar H. Gunnlaugsson sem svarar Rabb-a-babbi. Hann býr á Hvammstanga og á þrjá stráka; Viktor Kára, Róbert Sindra og Tómas Braga. „Mamma mín heitir Anna Rósa Jóhannsdóttir og pabbi minn hét Gunnlaugur Pétur Valdimarsson. Fyrstu árin mín bjó ég á Kollafossi í Miðfirði en flutti tíu ára til Dalvíkur og kláraði þar grunnskólann,“ segir Valdimar en hann er enn í grunnskólanum, kennir við Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hann er fæddur 1985.

Eitt og annað markvert gerðist á því herrans ári. Flakið af Titanic fannst loks á hafsbotni, fyrsti Super Mario Bros leikurinn kom út hjá Nintendo, ísraelski flug-herinn réðst á búðir Palestínsku frelsishreyfingarinnar í Aðgerð tréfótur, ástralska sápan Nágrann-ar hóf göngu sína í mars og Mikhail Gorbachev varð leiðtogi Sovétríkjanna sálugu.

Hungursneið í Eþíópíu fékk þetta ár óvanalega mikla athygli þar sem popparar létu sig málið varða. Fyrst kom út lagið Do They Know It's Christmas með Band Aid fyrir jólin 1984 en amerískar eitís-súperstjörnur komu saman að kvöldi 28. janúar 1985 og sungu inn lagið We Are the World. Þann 13. júlí fóru síðan Live Aid tónleikarnir fram þar sem áfram var safnað fyrir aðstoð til handa hungruðum í Afríku. En vindum okkur í Rabbið...

Hvað er í deiglunni? Njóta. Ekkert annað.

Hvernig nemandi varstu? Ég var nú frekar latur nemandi. Lagði lítið á mig.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Stressaða fermingarsystir mín sem ég og vinur minn héldum uppi alltaf þegar við áttum að standa.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngvari.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Átti tvö dót. Fótbolta og körfubolta.

Hvert er uppáhalds leikfangið þitt í dag? Gítar.

Besti ilmurinn? Kaffiilmurinn.

Hvar og hvenær sástu núver-andi maka þinn fyrst? Sá hana fyrst 2006. Góður dagur.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það var gott þungarrokk.

Hvernig slakarðu á? Horfi á íþróttir og dotta.

Hvaða seríu varstu síðast að hámhorfa? Breaking Bad.

Hvað bíómynd var í mestu uppáhaldi þegar þú varst unglingur? Die Hard myndirnar. Yfirburða myndir.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Engan sér-stakan íþróttamann en að sjálf-sögðu dái ég Sir Alex Ferguson.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Flest allt :o)

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Þau eru nú fá snilldar-verkin þar.

Hættulegasta helgarnammið? Við skulum ekkert fara út í þá sálma.

Hvernig er eggið best? Spælt báðum megin.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Leti.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Sækjast sér um líkir.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Pabbi að lesa fyrir mig.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Helvíti væri ég til í að vera Dr. Football og taka upp einn þátt sem hann.

Hver er uppáhalds bókin þín? Það er nú það.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Slaka daufa.

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Tæki Dr. Football (Hjörvar Hafliðason) og myndi láta hann velja tvo í viðbót og ræða boltann í þaula.

Ef þú gætir farið til baka í tím-ann, hvert færirðu? Væri til í að kíkja á Woodstock.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Groundhog Day.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Tenerife í sólina.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Þarf að sjá Tool og Queens of the Stone Age á tónleikum og kíkja á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir