Fréttir

Nærandi ferðaþjónusta | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar.
Meira

Liðsheildin skilaði þessum sigri - segir Helgi þjálfari

„Þessi leikur var mjög jafn og spennandi allan tímann, algjör naglbítur tveggja góðra liða sem bæði lögðu allt i að vinna,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs þegar Feykir bað hann að lýsa leik Tindastóls og Snæfells í gærkvöldi. „Frábær stemning í húsinu en Snæfell var með flotta stuðningsmannasveit og Síkið vel mannað og stuðningsmannasveitin í essinu sínu,“ en samkvæmt leikskýrslu voru um 300 áhorfendur í húsinu sem gerist ekki á hverjum degi í kvennaboltanum.
Meira

Lið Tindastóls sló út Subway-deildar lið Snæfells

Það var gleði og gaman í Síkinu í kvöld en sennilega þó ekki síður stress og naglanögun fram á síðustu sekúndu framlengingar þegar Tindastóll og Snæfell mættust í fjórða leik einvígis síns um réttinn til að spila um sæti í efstu deild. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir náðu góðum kafla snemma í fjórða leikhluta, náðu 13 stiga forystu og virtust ætla að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Lið Tindastóls gafst ekki upp og náði að jafna í blálokin og tryggja sér framlengingu þar sem heimaliðið reyndist sterkara. Lokatölur 82-78 og rjúkandi stemning hjá Stólastúlkum.
Meira

Jordyn Rhodes komin með leikheimild

Tindastóll teflir fram liði í þriðja skipti í efstu deild kvennafótboltans eftir ansi gott tímabil síðastliðið sumar. Besta deildin hefst nú á sunnudag og þá kemur FH í heimsókn á Krókinn. Það vita allir að það er bara ein Murr en hún hefur nú skipt um heimavöll og spilar með Fram í sumar í Lengjudeildinni. Jordyn Rhodes tekur hennar stöðu í fremstu víglínu og eru miklar vonir bundnar við hana.
Meira

Snjódýpt í Fljótum yfir meter að jafnaði

„Tíðarfarið hefur verið nokkuð óvenjulegt frá 21. mars en allar helgar síðan þá hafa skollið á norðan stórhríðir en lítill snjór var annars þennan vetur,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum en hann sér einnig um skólaakstur í sveitinni. Halldór bætir við að það sé nokkuð óvenjulegt að fá svona mikinn snjó seint og segir að yfirleitt þegar snjóþungt sé í Fljótum hafi sá snjór verið að safnast allan veturinn, oft frá því í október.
Meira

Máttur menntunar | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Það hefur lengi verið sagt að menntun sé máttarstólpi samfélagsins. Fjöreggið. Skólakerfið okkar á að vera öflugasta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa sömu tækifærin. En er það svo? Við getum vissulega fagnað þeim breytingum að fríar skólamáltíðir verða að veruleika, aðgerð sem jafnar leikinn að einhverju leyti og er breyting til batnaðar fyrir öll.
Meira

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpa Byggðastofnunar

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík og er þetta í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt.
Meira

Það verður hasar í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld því þá fer fram fjórði leikurinn í einvígi Tindastóls og Snæfells í baráttunni um sæti í efstu deild. Stólastúlkur standa vel að vígi, eiga heimaleikinn í kvöld þar sem liðið getur tryggt sér 3-1 sigur í einvíginu. Það væri því vel við hæfi að sýna liðinu alvöru stuðning og fjölmenna í Síkið.
Meira

Mikilvægi tækninnar til byggðarþróunar

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í erindi sínu að á ársfundi Byggðastofnunar, sem fram fór í Bolungarvík í gær, að í landsbyggðunum fari fram mikilvægustu atvinnuvegir Íslands, öll orkuöflun landsins, þar sé matvælaframleiðslan, öll stóriðjan og stærstur hluti ferðamennskunnar.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira