Fréttir

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira

Íbúafundur vegna deiliskipulagslýsingar fyrir gamla bæinn og Klifamýri á Blönduósi

Fimmtudaginn 5. september verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:00-19:00. Á fundinum verða megin áherslur deiliskipulagslýsingar gamla bæjarins og Klifamýrar kynnt. Búið er að senda út deiliskipulagslýsinguna og þegar hafa borist ábendingar frá íbúum og eigendum eigna á svæðinu.
Meira

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opinna funda á Hvammstanga og Sauðárkróki miðvikudaginn 4. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn hjá stelpunum um helgina

„Já, ég er sáttur. Leikmenn mættu til æfinga í góðu ástandi þannig að ég sé að stelpurnar voru að æfa í sumar. Í gærkvöldi var önnur æfing okkar með fullt lið og fyrsta skiptið sem við gátum spilað 5 á 5,“ sagði Israel Martiin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bónus deildinni þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann væri ánægður með hópinn sinn.
Meira

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Fornverkaskólinn kennir torfhleðslu

Fornverkaskólinn hefur frá 2007 boðið upp á námskeið í gömlu byggingahandverki og hefur áherslan verið á torfhleðslu, grindarsmíði/timburviðgerðir og grjóthleðslu. Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum.
Meira

Munu Erlendur, Freyja, Hörður og Ari Þór dúkka upp?

„Glæpakviss er fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa glæpasögur og hafa eitthvað fylgst með íslenskri glæpasagnaútgáfu. Svo er auðvitað ekki verra að hafa gaman af spurningakeppni,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir hjá Héraðsbókasafni Skagfirðinga en hún og Siva Þormóðsdóttir hyggjast spyrja þátttakendur spjörunum úr í Glæpakvissi sem fram fer í Gránu á Sauðárkróki fimmtudaginn 5. september og hefst kl. 17:00. Feykir yfirheyrði Fríðu stuttlega um málið.
Meira

Góður árangur skagfirskra pílukastara

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram um helgina og sendi Pílukastfélag Skagafjarðar fullmannað lið til keppni í karlaflokki. Leikið var bæði laugardag og sunnudag. Byrjað var á tvímenning og komust tvö af fjórum liðum upp úr riðlum, Arnar Már og Þórður Ingi duttu út í 16 liða úrslitum en Arnar Geir og Jón Oddur voru slegnir út í 8 liða úrslitum.
Meira

Vilja hefja framkvæmdir við Fljótagöng árið 2026

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til fundar í dag vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur á Siglufjarðarvegi. TIl fundarins voru boðaðir fulltrúar Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar. Niðurstaða fundarins var að markmiðið verði að gerð jarðganga undir Siglufjarðarskarð geti hafist árið 2026 og verkinu ljúki á fjórum árum.
Meira

Félagsmót Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings fór fram sunnudaginn 1.september þar sem keppt var í gæðingakeppni og skeiði. Á Facebooksíðu Skagfirðings voru úrslit en það voru þau Dís frá Ytra-Vallholti og Bjarni Jónasson sigruðu B-flokk, Rosi frá Berglandi 1 og Guðmar Freyr Magnússon unnu A flokkinn og Drottningabikarinn í ár fékk Eind frá Grafarkoti og knapi hennar Bjarni Jónasson en hann er veittur efstu hryssunni í A-flokki gæðinga Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir og Sprækur frá Fitjum unnu barnaflokkinn, Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann unglingaflokkinn á Hnjúk frá Saurbæ, A- og B-flokk ungmenna vann Björg Ingólfsdóttir.
Meira