Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara
Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Það er að sjálfsögðu ekki mikið að marka fyrstu æfingaleiki, liðin nýfarin að æfa saman og margt á eftir að breytast. Það var þó ekki breyting í Síkinu hvað það varðaði að stuðningsmenn Stólanna eru körfuóðir og forvitnir að berja nýja leikmenn augum. Það ku hafa verið á fjórða hundrað manns á pöllunum og Síkissvölunum og hafa þeir eflaust verið sáttir með úrslitin.
Stigahæstur Tindastólsmanna var nýjasta viðbotin, Grikkinn Giannis Agravanis, með 19 stig. Honum næstir voru Davis Geks með 18 stig, Sadio Daucoure með 16 stig, Dedrick Basile með 14 stig, Arnar Björnsson með 13 stig og Adomas Drungilas með 10 stig.
Örlítið nánar má lesa um leikinn á Karfan.is >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.