Allt er gott sem endar vel
Feykir sagði frá því undarlega máli á föstudag að húseigandi við Sæmundargötu á Sauðárkróki næði ekki að afhenda nýjum eiganda húsið þar sem leigjandi hans neitaði að yfirgefa húsið. Nú hefur þetta málið fengið farsælan endi þar sem félagsmálayfirvöld í Skagafirði gripu í taumana og komu manninum fyrir á gistihúsi.
Málið fékk nokkra athygli á landsvísu, enda um margt sérstakt, og fylgdi Morgunblaðið því eftir og birti síðan frétt þess efnis í morgun að málið væri leyst. „Allt er gott sem endar vel,“ hafði Mogginn eftir Þorsteini Bakdurssyni sem sér nú fram á að geta afhent húsið á morgun.
Fram kemur í fréttinni að hústökumaðurinn hafi þurft á sjúkrahúsið sl. föstudag og notaði Þorsteinn þá tækifærið, skipti um skrár og læsti húsinu. Leitaði maðurinn þá til lögreglu. „Ég veit ekki hvað hann ætlaði að fá þá til að gera en þeir og félagsmálayfirvöld komu honum bara undir sinn verndarvæng og komu honum fyrir á gistiheimili. Þá tók ég bara til og kom dótinu hans út og þeir komu og sóttu það fyrir hann,“ sagði Þorsteinn við Morgunblaðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.