Sigurbjörn Darri stóð uppi sem sigurvegari
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.01.2025
kl. 15.32
Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir öðru krakkamóti í vikunni en í þetta skiptið var mótið fyrir krakka í 6. og 7. bekk. Alls voru níu krakkar skráðir til leiks og spilað var 301, double out. Byrjað var í riðlum en eftir það var útsláttarkeppni þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og sýndu oft á tíðum frábæra takta með góðum +100 heimsóknum og komu nokkur frábær útskot á mótinu.
Meira