Sigurbjörn Darri stóð uppi sem sigurvegari
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.01.2025
kl. 15.32
Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir öðru krakkamóti í vikunni en í þetta skiptið var mótið fyrir krakka í 6. og 7. bekk. Alls voru níu krakkar skráðir til leiks og spilað var 301, double out. Byrjað var í riðlum en eftir það var útsláttarkeppni þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og sýndu oft á tíðum frábæra takta með góðum +100 heimsóknum og komu nokkur frábær útskot á mótinu.
Í undanúrslitum mótsins mættust Sigurbjörn Darri Pétursson og Rakel Birta Gunnarsdóttir í fyrri undanúrslitaleiknum og Friðrik Elmar Friðrikson og Friðrik Henrý Árnason í þeim seinni. Leikirnir enduðu þannig Sigurbjörn og Friðrik Henrý unnu sína leiki og enduðu því Rakel Birta og Friðrik Elmar í 3.-4. sæti en þau geta verið mjög ánægð með sína framistöðu á mótinu. Sigurbjörn Darri og Friðrik Henrý mættust því úrslitaleiknum og var hann hörkuspennandi. Henrý var að skora mjög vel og náði að koma sér á undan niður í útskot en því miður þá voru útskotin ekki alveg að detta fyrir hann í þetta skiptið og tókst Sigurbirni að nýta sér það og vann á endanum 3-1 sigur í mjög skemmtilegum úrslitaleik.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.