Stólastúlkur máttu sætta sig við tap gegn liði Grindavíkur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
24.01.2025
kl. 11.21
Það var tvíhöfði í Síkinu í gær. Stelpurnar lutu í parket gegn sprækum Grindvíkingum. MYND: DAVÍÐ MÁR
Stólastúlkur mættu liði Grindavíkur seinni partinn í gærdag í Síkinu en lið Tindastóls var fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar en gestirnir í því neðsta. Heimastúlkur hafa átt í basli í síðustu leikjum; höfðu tapað fyrir liðum Vals og Þórs í deildinni og Njarðvík í bikar. Taphrinan hófst í kjölfar þess að sérfræðingar í setti á Stöð2Sport fóru að gæla við það að lið Tindastóls gæti orðið Íslandsmeistari. Í gær höfðu Grindvíkingar betur í jöfnum leik, svöruðu hverju áhlaupi Stólastúlkna í lokafjórðungnum og höfðu betur, 72-80.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.