Fréttir

Góð byrjun á árinu hjá Júdódeild Tindastóls

Loka undirbúningur fyrir mótin á vorönninni hófst á fyrstu æfingu ársins 6. janúar.
Meira

Annað skiptið sem safninu hlotnast þessi viðurkenning

Á dögunum hlaut Byggðasafn Skagfirðinga viðurkenningu frá CIE Tours vegna ánægju gesta með heimsókn á safnið. CIE Tours er Írskt ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1932 en fyrirtækið skipuleggur og heldur utan um ferðir í Evrópu. Í tilkynningunni segir að 2024 hafi verið annað árið í röð sem hópar frá þessu fyrirtæki sóttu safnið heim og þetta er jafnframt í annað skiptið sem safninu hlotnast þessi viðurkenning.
Meira

UMFÍ með sínar fyrstu sumarbúðir á Reykjum í sumar

Í sumar ætlar UMFÍ að halda sínar fyrstu sumarbúðir og verða þær staðsettar á Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru ætlaðar krökkum sem eru fædd frá  2011-2013, segir á heimasíðu UMFÍ. Nú spyr ég... hafa ekki allir krakkar gott af því að prufa að fara í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum og hafa gaman? Þetta getur ekki klikkað! 
Meira

Yndisleg kvöldstund á Löngumýri

Það voru fallegir tónar já eða hljómar sem komu frá Löngumýri sl.þriðjudagskvöld þegar tríóið Hljómbrá stóð fyrir vægast sagt notalegri kvöldstund. Tríóið Hljómbrá er skipað þeim Guðrúnu Helgu í Miðhúsum, Kolbrúnu Erlu á Úlfsstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu og Rögnvaldur Valbergsson sér um undirleik.
Meira

Nýtt listaverk á Skagaströnd

Feykir sagði frá því um miðjan febrúar að nokkur ný ruslatunnulistaverk hafi bæst í safnið á Skagaströnd en þá var búið að mála á þrjár nýja tunnur, hver öðrum glæsilegri. Listamaðurinn sem á heiðurinn af tunnumálverkunum er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir og nú er hún aftur á ferðinni því á dögunum bættist við ein ný tunna eftir Gígju.
Meira

Áform um áframhaldandi uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi

Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson sem reka ferðaþjónustufyrirtækið Brimslóð Atelier á Blönduósi, hafa sótt um hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd Húnabyggðar að endurreisa húsið sem gekk undir nafninu Rörasteypan í gamla bænum á Blönduósi. Þar hafa þau í hyggju að bjóða upp á 8 lúxus gistiherbergi en fyrir hafa þau 14 herbergi í Brimslóðar 10, húsunum og hinu gamla Hemmertshúsi.
Meira

Alls 184 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í marsmánuði

Nú er Lögreglan á Norðurlandi vestra búin að senda frá sér uppgjör frá marsmánuði og segir á heimasíðunni þeirra að málafjöldinn hafi verið áþekkur fyrri mánuðum ársins, en 566 mál eru skráð til úrvinnslu hjá embættinu. Umferðin var fyrirferðamikil og flest verkefni lögreglunnar í mánuðinum tengd umferðamálum.
Meira

Opið fyrir umsóknir í tvo sjóði hjá UMFÍ

Á vef UMFÍ segir að búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Meira

Rabarbarafreyðivín þróað á Hvammstanga

Bændablaðið segir frá því að á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni, Rabarbarafreyðivínið Hret, og er áætlað er að það komi á innlendan markað árið 2026. Forsvarsmenn Hrets þær stöllur Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough vinna um þessar mundir að þróun á íslensku freyði- og ávaxtavíni. Markmiðið er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði.
Meira

Domi ráðinn þjálfari yngri flokka hjá Hvöt

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar hefur ráðið Juan Carlos Dominguez Requena (Domi) í starf þjálfara yngri flokka hjá deildinni frá og með 1. apríl 2025. Dom kemur til deildarinnar frá Tindastól þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.
Meira