Fréttir

Hagur allra að samningar náist sem fyrst

Verkföll eru eins og áður hefur komið fram í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en í Ársölum eru alls 65 starfsmenn á launaskrá og af þeim eru 26 í verkfalli. 
Meira

Skandall sigraði Viðarstauk annað árið í röð

Hljómsveitin Skandall gerði sér lítið fyrir og sigraði í Viðarstauk sem haldinn var í 41. sinn nú á dögunum. Viðarstaukur er hljómsveitarkeppni innan Menntaskólans á Akureyri en hljómsveitin Skandall er að mörgu leyti óvenjuleg; ekki einungis er hún skipuð fimm stúlkum sem stunda nám í MA heldur eru þrjár þeirra úr Austur Húnavatnssýslu og ein þeirra spilar á flautu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir aðalsöngkonu Skandals, Ingu Rós Suska.
Meira

Ný brunavarnaáætlun Skagafjarðar tekur gildi

Skagafjörður samþykkti þann 23. október síðastliðinn nýja brunavarnaáætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára og er þetta önnur stafræna brunavarnaáætlun landsins. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig er hún birt á vef HMS.
Meira

Lið Þórs með grobbréttinn á Norðurlandi

Lið Þórs og Tindastóls mættust í Höllinni á Akureyri í gærkvöld en um 220 áhorfendur mættu og fengu að sjá fjörugan leik og bæði lið sýndu fínan sóknarleik. Bæði lið frumsýndu erlenda leikmenn og var stuðningsfólk Tindastóls sérlega ánægt með það sem Mélissa Diawakana hafði fram að færa. Lið Þórs hafði yfirhöndina frá upphafi til enda en náði þó aldrei að hrista lið Tindastóls af sér. Sex stigum munaði þegar innan við mínúta var eftir en Stólastúlkur komust ekki nær sterku Þórsliði þar sem Maddie Sutton reyndist erfið. Lokatölur 102-95.
Meira

Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.
Meira

„Það var geggjað gott að losna við þetta þegar ég kom heim“

Í fyrradag voru haldin Hrekkjavökuböll í Húsi frítímans á Sauðárkróki fyrir nemendur í 3.-4. bekk og 5.-7. bekk grunnskólanna í Skagafirði. Ballgestir voru hvattir til að mæta hræðilegir og að sjálfsögðu var valinn hræðilegasti búningurinn. Á balli eldri hópsins var það Óðinn Freyr Gunnarsson, 11 ára Króksari, sonur Guðbjargar Óskarsdóttur og Gunnars Páls Ólafssonar, sem bar sigur úr býtum. Feykir fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir vinningshafann.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira

Tekist á um ívilnanir til lágvöruverslana

Umræða um lágvöruverslanir á Norðurland vestra hefur verið nokkur að undanförnu. Þannig lagði Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG í skipulagsnefnd Skagafjarðar, fram tillögu um miðjan október þar sem lagt var til að „... sveitarstjórn nýti sér 8. grein úthlutunarreglna Skagafjarðar um vilyrði til að skipuleggja sérstaklega hentuga lóð fyrir lágvöruverslun.“ Í aðsendri grein í Feyki segir Álfhildur að tillagan hafi jafnframt gengið út á að lóðin verði með ívilnunum þar sem felld yrðu niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum en fordæmi væru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Meira

Leikfélagið á Blönduósi 80 ára

Leikfélagið á Blönduósi heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag klukkan 13-17 með viðburði í Félagsheimili Blönduóss.
Meira

Grannaslagur í Höllinni á Akureyri í kvöld

Það er þokkalegur stórleikur í körfunni í kvöld en þá mæta Stólastúlkur erkifjendunum í liði Þórs en leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er alltaf ákveðin spenna að fara á Akureyri,“ sagði Klara Sólveig Björgvinsdóttir fyrirliði Tindastóls þegar Feykir spurði út í leikinn. „Ég á von á hörkuleik, Þórs stelpurnar eru vanar að berjast þannig ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur.“
Meira