Góð byrjun á árinu hjá Júdódeild Tindastóls
Loka undirbúningur fyrir mótin á vorönninni hófst á fyrstu æfingu ársins 6. janúar.
Árið byrjaði á afmælismóti JSÍ (Júdósamband Íslands) í Reykjavík hjá JR (Júdófélag Reykjavíkur). Tveir keppendur fóru fyrir hönd Tindastóls, þau stóðu sig með prýði og bættu einu gulli við í verðlaunasafnið félagsins.
Næst á dagskrá var æfingarmót hjá JRB (Júdófélag Reykjanesbæjar) fyrir yngri börnin þar sem þau voru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Fjórir iðkendur frá Júdódeild Tindastóls tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll með prýði. Þau sýndu flotta takta og voru félaginu til sóma. Þar sem um yngsta hópinn var að ræða þá stóðu þau öll uppi sem sigurvegarar.
Fyrir stuttu síðan var vormót JSÍ haldið á Akureyri hjá KA. Frá Tindastól mættu fimm keppendur. Þau stóðu sig öll frábærlega og í lok móts fóru þau heim með tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Það hefur því verið vel bætt í verðlaunapeningasafn hópsins, það sem af er á þessu ári.
Æft hefur verið af krafti síðustu vikur því þann12. apríl nk. verður haldið Íslandsmeistaramót JSÍ sem haldið verður hjá Ármanni í Reykjavík. Þar stefnir hópurinn á að verja Íslandsmeistaratitil, endurheimta titilinn og jafnvel bæta nýjum Íslandsmeisturum í hópinn.
Eftir Íslandsmeistaramótið tekur við páskafrí. Eftir páskana tekur við undirbúningur fyrir beltapróf og tæknimót sem verður í lok maí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.