Rabarbarafreyðivín þróað á Hvammstanga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
03.04.2025
kl. 11.50

„Við sjáum tækifæri til þess að festa okkur í sessi sem framleiðendur hágæða freyðivíns og ávaxtavíns, með nýtingu hráefna úr íslenskri náttúru,“ segja Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough hjá Hret víngerð. Mynd tekin af bbl.is
Bændablaðið segir frá því að á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni, Rabarbarafreyðivínið Hret, og er áætlað er að það komi á innlendan markað árið 2026. Forsvarsmenn Hrets þær stöllur Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough vinna um þessar mundir að þróun á íslensku freyði- og ávaxtavíni. Markmiðið er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.