UMFÍ með sínar fyrstu sumarbúðir á Reykjum í sumar

Mynd tekin af umfi.is
Mynd tekin af umfi.is

Í sumar ætlar UMFÍ að halda sínar fyrstu sumarbúðir og verða þær staðsettar á Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru ætlaðar krökkum sem eru fædd frá  2011-2013, segir á heimasíðu UMFÍ. Nú spyr ég... hafa ekki allir krakkar gott af því að prufa að fara í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum og hafa gaman? Þetta getur ekki klikkað! 

"Okkur langar að prófa nýjar nálganir og helst auðvitað til að nýta þessa frábæru aðstöðu í Skólabúðunum á Reykjum og bjóða ungmennum landsins að koma og eiga skemmtilega upplifun í Sumarbúðum UMFÍ,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða UMFÍ.

Í sumarbúðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og vinna með styrkleika sína og sjálfsmynd. Unnið er í nánasta umhverfi, fjörunni og þeirri náttúru sem umlykur Reyki. Einnig er íþróttahús og sundlaug á svæðinu.

Komdu með í gleðina og fjörið í Sumarbúðum UMFÍ!

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar og skráning. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir