Skagafjörður

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar í ágúst og er skráning þegar hafin. Til að mæta vaxandi eftirspurn hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvö námskeið, annars vegar dagana 8.-12. ágúst fyrir 12-16 ára krakka og 13.-14. ágúst fyrir 9-11 ára.
Meira

Þórsarar lagði í háspennuleik í 1. deild körfuboltans

Stólastúlkur áttu góðan leik sl. laugardag er þær mættu nágrönnum sínum frá Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta á heimavelli og nældu sér í montréttinn yfir Norðurlandi um. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og um hörkuleik að ræða og myndaðist sannkölluð sigurstemning hjá þeim rúmlega 200 áhorfendum sem létu sig ekki vanta á pallana.
Meira

Ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson heimsótti Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fékk góðan gest í heimsókn sl. föstudag þegar ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson ræddi við nemendur um heima og geima.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók í kvöld :: UPPFÆRT! FUNDUR FELLUR NIÐUR VEGNA ÓFÆRÐAR SYÐRA

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku. 14. – 18. febrúar. Efnt verður til fjörugra umræðna um lífskjör og lífsgæði íbúanna; þjónustu í heimabyggð og brýnustu úrlausnarefni á hverjum stað. Einnig verða heilbrigðismál, skólamál, atvinnumál, húsnæðismál og samgöngumál undir smásjánni.
Meira

Búðingar og Buff-stroganoff

Matgæðingurinn í tbl 18 í fyrra, 2021, var Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem tók áskorun elskulegrar dóttur sinnar, Herdísar Pálmadóttur. Birgitta starfaði sem ljósmóðir hjá HSN í mörg ár en er nú iðin fyrir Félag eldri borgara á Króknum. Birgitta segist vera orðin afar löt við að matbúa, finnst leiðinlegt að elda handa þeim hjónakornunum, en slær gjarnan upp veislu ef von er á fleirum til að snæða.
Meira

Óveður og stórbrim - Þekking milli kynslóða „Hvað ungur nemur gamall temur“

Þau eru léttstíg sporin til baka um áratugi liðinnar aldar langt inn í liðna tíð þó ekki nema steinsnar í tíma. Árið er 1950. Aðfararnótt sunnudagsins 10. desember gekk norðan fárviðri yfir Norðurland með miklum áhlaðanda og stórbrimi. Hér á Króknum urðu miklir skaðar m.a. gróf undan nokkrum beitarskúrum, sem stóðu norðan við fyrrum híbýli og verkstæði Konráðs Þorsteinssonar og seinna íveruhús Pálma Jóns og Eddu.
Meira

Er að prufa að prjóna sokka í fyrsta skiptið

Guðrún Aníta Hjálmarsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti á Austurland vorið 2020 til þess að vinna í lögreglunni. Síðan þá er hún búin að kaupa hús á Eskifirði og er í sambúð með Ívari Birni Sandholt sem vinnur einnig í lögreglunni og eignuðust þau stelpu í byrjun ágúst 2021. Guðrún Aníta er aðallega að prjóna á börn í fjölskyldunni og svo núna á hennar eigið. Hún er reyndar byrjuð á tveimur fullorðinspeysum en þær eru ekki tilbúnar ennþá.
Meira