Skagafjörður

Þrjár kindur til viðbótar greinast með ARR arfgerðina

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi og segir á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að þrjár ær hafi bæst í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina sem er hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Eru því alls níu kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð.
Meira

Sameining Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar samþykkt í skuggakosningum

Mikill meirihluti kjósenda skuggakosninganna svokölluðu sem fram fóru meðal nemenda í 8.-10. bekkja grunnskólanna í Skagafirði og nemenda í FNV sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, var samþykkur sameiningu Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar en í aðdraganda kosninga um sameiningartillögu sveitarfélaganna, sem fram fara á morgun, var ákveðið að efna til fyrrgreindra skuggakosninga.
Meira

Mátturinn var með liði Tindastóls

Tindastólsmenn héldu vestur á Verbúðaslóðir í gær og léku við lið Vestra í Subway-deildinni. Eins og stuðningsmenn Stólanna vita þá hefur gengið ekki verið gott á okkar mönnum upp á síðkastið og fjórir leikir í röð tapast. Sigurinn hér heima gegn liði Vestra fyrir áramót var torsóttur og áttu því margir von á erfiðum leik á Ísafirði. Strákarnir blésu á allt slíkt og áttu glimrandi leik í öðrum og þriðja leikhluta og ekki skemmdi fyrir að Sigtryggur Arnar kom niður á gullæð og mokaði þristum eins og enginn væri morgundagurinn. Lokatölur 88-107 fyrir Stólana.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira

Covid smit á hraðri uppleið

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag segir frá áframhaldandi aukningu á smitum í umdæminu: „Töluverð hreyfing er á töflunni, en enn sem komið er eru fleiri ný smit að koma inn en þau sem að eru að detta út.“
Meira

Hrefna Jóhannesdóttir, formaður samstarfsnefndar í Skagafirði, hvetur alla til að mæta á kjörstað og kjósa út frá eigin sannfæringu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógarbóndi á Silfrastöðum í Blönduhlíð, er oddviti Akrahrepps og formaður samstarfsnefndar hreppsins og Svf. Skagafjarðar. Í nefndinni sitja tíu fulltrúar, fimm frá hvoru sveitarfélagi og tveir til vara. Hrefna er ánægð með þátttöku á íbúafundum og ekki síst fyrir málefnalegar og góðar umræður sem fram fóru. En fyrst er hún spurð hvernig sameiningarviðræður hafi gengið hjá nefndinni.
Meira