Skagafjörður

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

Bjartsýnn á að fjórða sætið verði í höfn í vor - Liðið mitt Guðmundur Sigurbjörnsson West Ham

Guðmundur Sigurbjörnsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni, er Hofsósingur í húð og hár og segist alltaf verða það þrátt fyrir að hann búi nú á Sauðárkróki. Hann heldur með hinu fornfræga liði járnsmiðanna við Thames ána í London, West Ham United en það var sjóðheitur leikmaður Kormáks Hvatar sem skoraði á Guðmund að svara spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Sírenuvæl og ljósagangur í tilefni 112 dagsins

112 dagurinn er haldinn hátíðlegur 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna eins og segir á heimasíðu Neyðarlínunnar 112.is. Að þessu sinni er áhersla lögð á að vinna gegn hvers konar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geisað.
Meira

„Gaman að sjá alvöru stuðningsmenn Tindastóls vakna í gær,“ segir Baldur þjálfari

Tindastóll fékk Njarðvíkinga í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki í gærkvöldi er liðin áttust við í Subway- deildinni í körfubolta. Fór svo eftir spennandi lokaleikhluta að gestirnir náðu undirtökunum og sigldu öruggum sigri í höfn 84 – 96 og kræktu sér þar með í efsta sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og ríkjandi Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn.
Meira

Edda Hlíf ráðin prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli

Á heimasíðu Biskupsstofu kemur fram að sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi staðfest kosningu valnefndar sem vildi Skagfirðinginn Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til að gegna embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls með aðalfund í kvöld

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls og barna- og unglingaráðs deildarinnar verður haldinn í kvöld í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. „Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna Björk Atladóttir, formaður.
Meira

Bændur fá stuðning vegna hækkunar áburðaverðs

Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa. Gert er ráð fyrir að verja 650 m. kr. í beinan stuðning við bændur og 50 m. kr. í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga úr notkun hans sem Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) verður falið að framkvæma samkvæmt sérstökum samningi þess efnis.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
Meira

Mikilvægar kosningar framundan – Leiðari Feykis

Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar.
Meira