Skagafjörður

Viltu vera með í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022?

„Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu,“ segir í kynningu á vef SSNV.
Meira

Þök fjúka og enn ein veðurviðvörunin í kortunum

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum sinntu nokkrum útköllum er óveðrið gekk yfir landið í fyrrinótt en m.a. fauk þak af fjárhúsi í Víðidalstungu II í Víðidal þar sem 600 kindur voru á húsi. Á vef RÚV kemur fram að þak hafi fokið að hluta á öðru fjárhúsi í Húnaþingi. Skepnunum varð þó ekki meint af. Gul veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra eftir hádegið.
Meira

Nemendur í 1. bekk Árskóla fengu endurskinsvesti

Í síðustu viku bar góða gesti að garði í Árskóla á Sauðárkróki en þá komu þeir Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Snorri Geir Snorrason lögreglumaður og færðu öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.
Meira

Horft til framtíðar - Leiðari Feykis

Þá er það ljóst að Skagfirðingar eru sameinaðir í eitt sveitarfélag eftir kosningar helgarinnar og Húnvetningar til hálfs í Austursýslunni. Margir vilja meina að hér hafi verið stigið stórt framfaraskref fyrir viðkomandi samfélög íbúum öllum til heilla. Aðrir eru efins og óttast að þeirra hlutur muni skerðast í stærra sveitarfélagi.
Meira

Tveir Stólar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfunni mætir Ítölum í tveimur leikjum nú næstu daga og hefur Cragi Pedersen landsliðsþjálfari valið 15 leikmenn í hópinn. Þar af eru tveir liðsmenn Tindastóls, Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Liðin mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudag en síðari leikurinn fer fram á Ítalíu. Leikirnir eru liður í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Meira

Farsælt skólastarf til framtíðar - Skólaþing sveitarfélaga fór fram í gær

Fyrsti hluti skólaþings sveitarfélaga fór fram í gær á netinu en þingið átti að fara fram í fyrra, 2021, 25 árum frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þinginu er skipt upp í fimm hluta og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Meira

Gillon gefur út Bláturnablús

Bláturnablús er 5. sólóplata Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar) og sú fyrsta eftir sex ára hlé. Upptökur hófust sumarið 2020 og tekið upp með hléum í Stúdíó Benmen fram undir lok ársins 2021. Platan inniheldur níu lög og texta eftir Gísla Þór Ólafsson og syngur Gísli þau öll og spilar á kassagítar og bassa.
Meira

Staða HSN vegna Covid þyngist - 233 í einangrun á Norðurlandi vestra

Smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi sem hefur mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en á heimasíðu hennar kemur fram að vaxandi fjöldi starfsmanna sé frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Jafnframt segir í frétt stofnunarinnar að nokkur fjöldi starfsmanna vinni nú í vinnusóttkví B.
Meira

Ísak Óli varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþrautum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem 36 keppendur skráðu sig til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason úr UMSS kom sá og sigraði enn á ný er hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Ísak Óli hlaut 4333 stig í keppninni sem dugði til sigurs en athygli vekur að hann gerði allt ógilt í langstökki og hlaut því ekki stig fyrir það.
Meira

Stormur eða rok í nótt og líkur á foktjóni

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt og versnar veðrið fyrst sunnanlands, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. Vegna þessa hefur verið gefin út gul viðvörun sem tekur gildi seinni partinn í dag sem breytist svo fljótlega í appelsínugula viðvörun fyrir landið allt áður en dagur er allur.
Meira