Ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson heimsótti Árskóla
Árskóli á Sauðárkróki fékk góðan gest í heimsókn sl. föstudag þegar ólympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson ræddi við nemendur um heima og geima.
Á heimasíðu skólans kemur fram að Már hafi haldið fyrirlestra fyrir alla nemendur skólans þar sem hann fjallaði m.a. um hugðarefni sín, íþróttir og tónlist, auk þess sem hann sagði nemendum frá augnsjúkdómi þeim sem hann glímir við, Leber congenital amaurosis (LCA) sem er arfgengur hrörnunarsjúkómur í sjónhimnu sem lýsir sér í alvarlegri sjónskerðingu strax við fæðingu.
„Már fjallaði ítarlega um mikilvægi þess að nemendur settu sér markmið í tengslum við það að láta drauma sína rætast. Gerður var góður rómur að spjalli Más og urðu nemendur margs vísari eftir heimsóknina,“ segir á arskoli.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.