Skagafjörður

Rafrænn háskóladagur aðra helgi

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi á stafrænum háskóladegi sem haldinn verður 26. febrúar nk. kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni haskoladagurinn.is gefst áhugasömum tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Meira

Naumt tap gegn Snæfelli í hörkuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni hélt í Stykkishólm í gær og lék við Snæfell í 1. deildinni. Ekki náðu stelpurnar að fylgja góðum sigri á Stjörnunni síðasta laugardag eftir þar sem þær töpuðu naumlega 61 – 55. Stelpurnar voru lengi í gang og má segja að leikurinn hafi ráðist strax í fyrsta leikhluta þar sem gestgjafar skoruðu 22 stig en Stólar aðeins 11 en því miður dugði ótrúlegur viðsnúningur í 3. leikhluta ekki til. Annar leikhluti var mun betri hjá Stólastelpum sem náðu að bæta 15 stigum í sarpinn og héldu Snæfelli í 18 stigum og staðan í hálfleik 40 - 26.
Meira

Fjórar umsóknir bárust um stöðu rektors

Frestur til að sækja um stöðu rektors hjá Háskólanum á Hólum rann út í gær og hefur listi yfir umsækjendur verið opinberaður.
Meira

Súrt tap á þorranum í Subway deildinni

Stólarnir þurftu að láta í minni pokann þegar þeir öttu kappi við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi í Subway deild karla. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik náðu gestgjafar tíu stiga forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem lifði leiks og unnu með 107 stigum gegn 98.
Meira

Skorað á matvælaráðherra að falla frá skerðingu strandveiðikvóta

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að falla frá fyrirætlan sinni um skerðingu á heildarafla til strandveiða á komandi sumri og beinir því til allra stjórnmálaflokka á Alþingi að sameinast um að festa 48 veiðidaga á sumri í sessi.
Meira

North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra

„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.
Meira

Helstu vegir færir en hálka og þæfingur

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi og skafrenningur víða. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig á veginum við Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Víkurskarð er lokaður.
Meira

Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna sigraði Þór/KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarnafæðismótsins sem fram fór á Akureyri. Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þór/KA, segir á heimasíðu Tindastols.
Meira

20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.
Meira

Breytt fyrirkomulag íbúafunda um sameiningarmál í Skagafirði

Í ljósi óhagstæðs veðurs og takmarkaðrar skráningar á staðfundi hefur verið ákveðið að aflýsa fundum í Miðgarði, á Hofsósi og á Sauðárkróki. Í staðinn verði rafrænn fundur mánudaginn 7. febrúar kl. 20 og staðfundur í Héðinsminni þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20. Báðir fundir eru opnir öllum íbúum í Skagafirði.
Meira