Skagafjörður

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Kjölfestan er í fólkinu - í öllu hinu er óvissa :: Framúrskarandi fyrirtæki FISK Seafood

FISK Seafood, sem stofnað var árið 1955, hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tekið sér stöðu á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Félagið hefur byggst upp með kaupum og samruna nokkurra félaga á löngum tíma, m.a. Fiskiðju Sauðárkróks, Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hraðfrystihússins Skjaldar, Hraðfrystihússins á Hofsósi, Skagstrendings, Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Soffaníasar Cecilssonar sem rekur umfangsmikla saltfiskverkun í Grundarfirði.
Meira

Skagfirðingar sameinaðir

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar. Yfirgnæfandi meirihluti var fyrir sameiningunni í Sveitarfélaginu Skagafirði en mjórra var á munum í Akrahreppi þó sameiningin hafi engu að síður verið samþykkt með um 65% atkvæða.
Meira

Ástríður skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

Á Húnahorninu er sagt frá því að Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur lögfræðing í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar en hún er Húnvetningur. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá Háskólanum í Konstanz í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og starfaði árin 2000-2008 hjá Fasteignamati ríkisins og 2008-2011 hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Meira

Kjörstaðir sameiningarkosninga

Í dag fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar og fara kjörfundir fram víðsvegar í sveitarfélögunum. Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Meira

Þorrablót Seyluhrepps í beinni í kvöld

Í kvöld, þorraþræl seinasta degi þorra, verður haldið rafrænt þorrablót íbúa fyrrum Seyluhrepps í Skagafirði og geta allir fengið að vera með. Útsending hefst klukkan 20 og ættu allir Skagfirðingar að sýna fyrirhyggju og vera búnir að mæta á kjörstað þá.
Meira

Er alveg hugfangin af prjónaskap

Kristín Guðmundsdóttir býr á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Hún er handlitari, þ.e litar ull í höndunum og selur undir merkinu Vatnsnes Yarn. Kristín er með vinnustofu í Skrúðvangi á Laugarbakka núna en byrjaði í eldhúsinu heima hjá sér árið 2016.
Meira

Athyglissjúk á við alheimsdrottningu

Mini Shnauzer eða dvergshnauzer eru mjög glæsilegir og kröftugir hundar sem er með feld sem fellir ekki hárin og gefur frá sér litla sem enga hundalykt. Feldurinn er strýr og þarf reglulega að reyta hann og hefur hann þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og óhreinindum. Þeir eru bæði sjálfstæðir og forvitnir, eru með langt höfuð, skegg og augabrýr sem einkennir þessa mögnuðu tegund.
Meira

Ég er Íslendingur! Áskorandinn Laufey Kristín Skúladóttir

Ég var eitt sinn spurð að því á kaffistofu á Sauðárkróki hvaðan ég væri. Hvort ég væri Skagfirðingur. Þær samræður fóru svo yfir í það hvað þyrfti til til að geta talist Skagfirðingur, hvort það væri nóg að manni fyndist það sjálfum eða hvort það þyrfti að uppfylla einhverjar tilteknar kröfur. Um það voru skiptar skoðanir, eins og vera ber.
Meira

Covid tölur rjúka upp

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun má sjá að Civid-smituðum á Norðurlandi vestra fjölgar sem aldrei fyrr. Alls eru 198 manns í einangrun í umdæminu, flestir á Sauðárkróki þar sem nær helmingur hinna smituðu dvelja.
Meira