Skagafjörður

Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið

Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spámönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi.
Meira

Johanna Henriksson ráðin þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Svíann Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá deildinni en hún mun verða aðalþjálfari 3. flokks kvenna og nýstofnaðs 2. flokks kvenna og einnig hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla í formi markmannsþjálfunar.
Meira

Hestamenn komnir í keppnisgírinn

Loks er farið að birta til hjá hestamönnum í Skagafirði þar sem fyrsta keppni Vetramótaraðar Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur verið boðað laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 13 í Svaðastaðahöllinni. Skráningu lýkur í kvöld.
Meira

Skora á Svandísi að endurskoða skerðingu strandveiðikvóta

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í fundargerð ráðsins frá því í gær segir að í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða.
Meira

Samkeppnishæfara sveitarfélag

Fátt skiptir meira máli en skólamál þegar fólk stendur frammi fyrir vali á búsetu. Í framsæknum samfélögum þarf að vera góð aðstaða í skólum, gott og umhyggjusamt starfsfólk, ekki löng bið eftir leikskólaplássum o.s.frv., annars sest fólk einfaldlega annars staðar að. Nú standa íbúar í Skagafirði frammi fyrir kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef sameining verður samþykkt verður til fjölmennasta dreifbýlissveitarfélag landsins með þriðjung íbúa héraðsins í dreifbýli.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira

Undskyld, danske venner :: Leiðari Feykis

Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku.
Meira

Myndarlegur borgarísjaki 20 sjómílur norður af Selskeri

Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að varðskipið Þór hafi nú á mánudaginn siglt fram á myndarlegan borgarísjaka um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfn Þórs áætlar að ísjakinn sé um 250 metrar á lengd, 260 metrar á breidd og 15 metra hár. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Íbúafundir í Skagafirði fara fram 7. og 8. febrúar

Boðað hefur verið til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem kosið verður um þann 19. febrúar næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Á heimasíðu sameiningarnefndar eru íbúar hvattir til að mæta á fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni sem hægt er að nálgast á vefsíðunni.
Meira