Skagafjörður

Ég vil gjarnan að sveitarfélögin sameinist – Feykir spyr

Þyrey Hlífarsdóttir, grunnskólakennari, starfar í Varmahlíðarskóla, gift Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra Skagafjarðarhafna, og saman eiga þau þrjú börn. Síðasta sumar fluttu þau Dagur á æskuslóðir Þyreyjar í Víðiholt og segir hún þau því orðin sveitafólk, þó svo eitthvað fari minna fyrir búskapnum hjá þeim, a.m.k. enn sem komið er.
Meira

Akrahreppur verður áfram kallaður Akrahreppur – Feykir spyr

Berglind Þorsteinsdóttir á Glóðeyri í Akrahreppi starfar sem safnstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gift Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni, minjaverði MÍ á Norðurlandi vestra, og eiga þau þrjú börn sem öll eru í Varmahlíðarskóla; Jónu Karítas 14 ára, Matthías 11 ára og Katrínu 8 ára.
Meira

Sé ekkert jákvætt við sameiningu - Feykir spyr

Helgi Fannar Gestsson er búsettur á Höskuldsstöðum í „fríríkinu Akrahreppi“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar býr hann ásamt bróður sínum með 100 vetrarfóðraðar ær og nokkur hross. Þá starfar hann einnig sem alhliða landbúnaðarverktaki, við afleysingar á búum ásamt rúning og hin ýmsu sveitastörf, og í haust hóf hann búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Hvetur alla til að flykkjast á kjörstað - Feykir spyr

Klara Helgadóttir er fædd og uppalin á Úlfsstöðum í Blönduhlíð en flutti 19 ára gömul út í Viðvíkursveit þar sem hún hefur búið síðan á Syðri-Hofdölum. Þar býr hún blönduðu búi ásamt manni sínum Atla Má Traustasyni en saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn.
Meira

Verðum sterkari sem heild - Feykir spyr

Friðrik Þór Jónsson býr í Skriðu í Akrahreppi, ásamt Sigríði Skarphéðinsdóttir og dætrum þeirra Silju Rún og Sunnu Sif sem nú eru í skóla á Akureyri. Sjálfur vinnur Friðrik í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð.
Meira

Síðast var reynt að sameina Akrahrepp og Svf. Skagafjörð árið 2005 en bæði sveitarfélög höfnuðu

Í lok apríl 2021 ákváðu Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður að hefja vinnu við að skoða kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna og segir á vef verkefnisins, skagfirdingar.is, að óformlegar sameiningarviðræður hafi þá farið fram milli sveitarfélaganna með tilheyrandi greiningarvinnu og íbúafundum. Í september tóku sveitarstjórnir sveitarfélaganna ákvörðun um að hefja formlegar sameiningarviðræður sem mun ljúka með kosningu íbúa þann 19. febrúar.
Meira

Grindvíkingur reyndust sterkari í HS Orku-höllinni

Tindastóll og Grindavík mættust í HS Orku-höllinni suður með sjó í gærkvöld en bæði lið voru með 14 stig fyrir leik. Leikurinn var að mörgu leyti ágæt skemmtun og bæði lið spiluðu ágætan sóknarbolta en margir söknuðu þess að Stólarnir spiluðu alvöru varnarleik. Heimamenn náðu tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að brúa þó oft hafi aðeins vantað herslumuninn. Lokatölur voru 101-93 fyrir Grindavík.
Meira

Uppbygging skólamannvirkja í Varmahlíð

Í liðinni viku voru kynntar tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað. Tillögurnar eru afrakstur vinnu sem hófst í árslok 2019 þegar sveitarfélögin tvö í Skagafirði samþykktu að vinna að ofangreindu markmiði og skipuðu sérstaka verkefnisstjórn um framkvæmdina með það að leiðarljósi að þær breytingar sem gerðar yrðu á húsnæðinu og umhverfi þess myndu uppfylla þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Meira

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira