Við þorum að taka ákvarðanir | Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Kjördæmið okkar hefur verið afskipt um of langan tíma um leið og tækifærin eru um allt. Við þurfum að fá að nýta þessi tækifæri og fá til þess stuðning þar sem við á.
Landbúnaður er svarið
Bændur eru lykilstétt í Íslensku samfélagi. Bændur hafa tekið að sér að framleiða holl og góð matvæli fyrir okkur hin. Ís-lenskir bændur sjá okkur fyrir ríflega helmingi af þeirri orku sem líkami okkar þarfnast, restin er flutt inn. Bændur eru einnig öryggisverðir okkar hinna því fæðuöryggi landsins er að miklu leiti í þeirra höndum. Þá eru þeir einhverjir bestu landverðir sem við eigum því fáir ef nokkrir hafa meiri hag af því að gengið sé vel um landið okkar.
Starfsumhverfi bænda
Síðustu ár hefur vinstristjórnin sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur kaus að fylgja ekki sinnt málefnum greinarinnar. Flestir þekkja tollasamningana en nefna má einnig innflutning á ófrosnu kjöti ásamt eggjum og ógerilsneyddum matvælum, skort á lánakerfi sem tryggir nýliðun í greininni, stuðningur við landbúnaðinn hefur farið minnkandi ár frá ári, landbúnaðrrannsóknir og landbúnaðarmenntun í algjöru fjársvelti, engin flutningsjöfnun hvorki á olíu, rafmagn eða í aðfangaflutningum, sofandaháttur við að fylgja eftir hugmyndum um uppruna-merkingar matvöru, hækkað kolefnisgjald, auknar álögur á landbúnað eins og aðra atvinnustarfsemi og flóð íþyngjandi reglu-gerða svo eitthvað sé nefnt. Hér er ekki farið inn á hugmyndir stjórnarflokkanna um kílómetragjaldið, fjársvelt vegakerfi, vexti,kaup fjárfesta á jörðum ofl.
Á næsta kjörtímabili eru búvörusamn-ingar lausir og þá skiptir máli að stjórnvöld hafi kjark og þor til að tryggja matvæla-framleiðslu á Íslandi. Við í höfum marg-sinnis lagt fram okkar stefnu á Alþingi og munum hrinda henni í framkvæmd fáum við umboð til þess.
Orkan í kjördæminu
Við viljum beisla þá orku sem er að finna í íbúum og náttúru kjördæmisins því þannig getum við eflst til framtíðar. Við viljum hraða því að virkja orkukosti í nýtingarflokki rammaáætlunar með sérlögum því Rammaáætlun er ekki að virka sem skyldi. Við vinnu Rammaáætlunar virðist sem ofuráhersla sé lögð á mat náttúru og umhverfis en lítið ef nokkuð metið hvort samfélögin hagnist á nýtingu orkunnar. Þessu þarf að breyta og setja hagsmuni fólksins, íbúa nútíðar og framtíðar fremst þegar kostir virkjana eru metnir.
Húsnæðismál – Íslenski draumurinn
Miðflokkurinn vill gera “Íslenska drauminn” að veruleika. Stefnuleysi stjórnvalda, viðvarandi lóðaskortur, flókið regluverk, straumur fólks til landsins, slök efnahagsstjórn ofl. hefur leitt til skorts á húsnæði víða um land og hækkun byggingarkostnaðar.
Við ætlum að endurreisa séreignarstefn-una m.a. með því að forma skyldu sveitarfélaga sem eiga land til að skipuleggja uppbyggingarsvæði, einfalda reglur, endur-greiða virðisaukaskatt af vinnu við íbúðarhúsnæði, skilvirkara leyfisveitingakerfi ofl. Til að Íslenski draumurinn verði að veruleika ætlum við að laga fyrirkomulag hlutdeildarlána, heimila lífeyrissjóðum að veita hlutdeildarlán, afnema stimpil-gjöld af fyrstu íbúð, heimila nýtingu séreignarsparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán, og að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirfram-greiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Frítekjumark erfðafjárskatts verður hækkað til að samsvara sem nemur meðal íbúð ofl.
Samgöngur – lífæðin
Norðvesturkjördæmi hefur setið eftir og því þarf að breyta. Koma þarf til ný nálgun í samgöngumálum landsbyggðarinnar.
Við viljum forma staðbundna sam-göngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Við ætlum að tryggja kjördæminu fé til samgöngumála m.a. með því falla frá Borgarlínu og að raunverulegar tekjur af ökutækjum fari í samgöngumál.
Samgöngusáttamáli fyrir hvert svæði tengist svo öðrum aðgerðum sem hægt er að fara í til að efla byggðir t.d. með því að auka þjónustu, lækka orkukostnað ofl.
Grunnurinn að öllu hinu – Ríkisfjármálin
Ríkisútgjöld hafa aukist stjórnlaust í tíð núverandi stjórnarflokka. Slíkur vöxtur er ósjálfbær, býr til verðbólgu og hærri vexti. Við ætum að spara og lækka skatta. Ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun um leið og við hættum öllu rugli. Við ætlum að hætta við Borgarlínu, draga úr loftslagsaðgerðum sem engu skila en heildarframlög til loftslagsmála námu 30 milljörðum 2023 og við stöðvum stjórnleysið í innflytjendamálum. Beinn kostnaður við hælisleitendakerfið nam 26 milljörðum króna árið 2023. Þá eru ekki meðtalin tugmilljarðaáhrif á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál os.frv.
Við höfum gert þetta áður undir forystu Sigmundar Davíðs og munum gera það aftur.
Hugsum út fyrir boxið
Með því að hugsa út fyrir boxið og þora getum við breytt til hins betra. Þannig mun Norðvesturkjördæmi geta unnið með þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar, byggt upp, vaxið og dafnað. Til þess þarf stjórn-málaflokk með skýra stefnu og stjórnmálafólk sem þorir að fara óhefðbundnar leiðir.
Það er Miðflokkurinn.X við M á kjördag.
Gunnar Bragi Sveinsson
Höfundur skipar 2. sæti, baráttusætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.