Skagafjörður

Fjórgangsmóti Skagfirðings frestað

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fjórgangsmótinu, sem halda átti á nk. laugardag, hafi verið frestað í ljósi aðstæðna í samfélaginu til laugardagsins 5. mars. Vonast mótanefnd til að sjá sem flesta þá.
Meira

Kjósendur í einangrun athugið

Vakin er athygli kjósenda í einangrun vegna Covid-19 á því að unnt er að beina óskum um kosningu utan kjörfundar á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is, til kl. 13:00 á kjördag, þann 19. febrúar nk. Fylgja þarf staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Meira

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira

Hugleiðing inn í daginn varðandi kosningarnar næsta laugardag

Fólk á að hugleiða alla möguleika og kjósa það sem þeim finnst réttast. Okkar álit er það að þessi tvö sveitarfélög standa örugglega betur sameinuð við það að þjónusta börn og fjölskyldur þeirra, sem eru langveik og þurfa öðruvísi og meiri þjónustu en aðrir.
Meira

Smitaðist aftur af Covid

Nú hækka smittölur umtalsvert á stöðutöflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra þar sem æ fleiri veikjast af Covid-19. Veikin leggst mis illa á fólk og í einstaka tilvikum smitast það oftar en einu sinni. Það á alla vega við um Ólu Pétursdóttur, á Sauðárkróki, sem hefur glímt við afleiðingar veikinnar í marga mánuði.
Meira

Gervihnattafjarskipti á Blönduósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi þar sem allur búnaður er hýstur.
Meira

Enn fjölgar smitum á Norðurlandi vestra

Samkvæmt stöðutöflu sem aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra opinberaði nú í morgun heldur Covid-smituðum einstaklingum að fjölga í umdæminu en nú eru 115 skráðir í einangrun 18 fleiri en í gær. „Það er mikil hreyfing á töflunni og þá aðallega upp á við því miður. Því munum við reyna að uppfæra hana örar,“ segir í færslu almannavarna á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Horft til framtíðar

Á laugardaginn kemur, 19. febrúar, verður kosið um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Hinn 26. mars kjósa svo íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu sem og íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Meira