Skagafjörður

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira

Vörumiðlun er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu -Framúrskarandi fyrirtæki

Vörumiðlun ehf. er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu, á eftir Samskip og Eimskip/Flytjanda og var það valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru að Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dúkur í Sæmundarhlíð

Þær heimildir, sem jeg hefi um nafnið, hafa það óbreytt með öllu, eins og það er nú. En því miður ná ekki heimildirnar, nema til ársins 1446 (nafnið kemur allvíða fyrir; sjá meðal annars Dipl. Isl. IV. b., bls. 701 og IX. b., bls. 321) og því alls ekki loku fyrir það skotið, að nafnið hafi ekki að einhverju leyti breyzt. Ef til vill á nafnið eitthvað skylt við útlit umhverfisins, því að landið er grösugt mjög, niðri um sig; ellegar dregið af einhverjum sljettum bletti í túninu. En þetta er mjög óvíst, og býsna mikill frumleiki fólginn í þessu nafni, að líkja
Meira

Vanda staðfestir framboð til formanns KSÍ

„Þá er það staðfest, ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og er þakklát stjórn, starfsfólki og þjálfurum KSÍ, ásamt fólkinu í hreyfingunni. Starfið er vissulega krefjandi en eftir erfiða mánuði er bjart framundan og ég brenn af áhuga fyrir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands í Facebook-skilaboðum.
Meira

Enn einn stórleikurinn hjá Maddie í mikilvægum sigri á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í Síkinu í dag og var um hörkurimmu að ræða. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en lið Tindastóls átti góðan kafla í upphafi fjórða leikhluta, náði þá átta stiga forystu sem lið gestanna náði aldrei að saxa alla leið niður þrátt fyrir nokkur áhlaup. Þær réðu einfaldlega ekki við Maddie Sutton sem var í banastuði hjá Stólastúlkum og endaði leikinn með 62 framlagspunkta sem er sjaldséð tala. Lokatölur 84-77 og mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 1. deildar.
Meira

Vigdís Edda hefur vistaskipti og spilar nú með liði Þórs/KA

Knatt­spyrnu­deild Þórs/​KA hef­ur gert tveggja ára samn­ing við Króksarann Vig­dísi Eddu Friðriks­dótt­ur (1999) en hún kem­ur til Ak­ur­eyr­ar­fé­lags­ins eftir tvö ævintýraár með liði Breiðabliks í Kópavogi. Vigdís Edda er að sjálfsögðu uppalin Stólastúlka og er nú á ný komin á kantinn hjá Jóni Stefáni sem áður þjálfaði lið Tindastóls en tók í haust við liði Þórs/KA. Akureyringar ætla sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni í sumar og hafa styrkt hópinn töluvert að undanförnu.
Meira

Góður taktur í liði Tindastóls í Kjarnafæðismótinu

Leikið var um toppsætið í B-deild karla í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gærkvöldi. Lið Tindastóls og Hamranna voru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum, höfðu unnið alla sína leiki, og aðeins eftir að skera úr um hvort liðið endaði á toppnum. Þegar til kom þá reyndust Stólarnir sterkari og unnu öruggan 5-0 sigur.
Meira

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Prjón og hekl er í uppáhaldi

Þórdís Erla Björnsdóttir býr á Blönduósi með eiginmanni og þremur sonum. Handavinna er hennar aðal áhugamál og notar hún hverja mínútu sem hún á aflögu til að dunda sér, helst í prjóni eða hekli. Eins skoðar hún mikið af handavinnu á Instagram eða Facebook, Þórdís segir að það sé auðveldlega hægt að gleyma sér yfir slíku tímunum saman og einnig sé rosalega gaman að skoða fallegt handlitað íslenskt garn.
Meira