Karlakórinn Heimir og Elmar Gilbertsson í Miðgarði annað kvöld

Elmar Gilbertsson tenórsöngvari, sem m.a. sló í gegn í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson, kemur fram með Karlakórnum Heimi í Miðgarði annað kvöld.
Elmar Gilbertsson tenórsöngvari, sem m.a. sló í gegn í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson, kemur fram með Karlakórnum Heimi í Miðgarði annað kvöld.

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði annað kvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum er Elmar Gilbertsson tenórsöngvari. Spjallað var við Heimismenn í afmælisblaði Feykis sem kom út í síðustu viku.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og á eftir verður dansleikur í Menningarhúsinu Miðgarði. Hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi og hefst dansleikurinn kl. 23:30. Forsala aðgöngumiða á tónleikana er í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir