Elmar söng sig inn í hjörtu Sæluvikugesta

Elmar Gilbertsson var sérstakur gestur á Sæluvikutónleikum Karlakórsins Heimis. Hér neðar í fréttinni má sjá myndband frá tónleikunum.
Elmar Gilbertsson var sérstakur gestur á Sæluvikutónleikum Karlakórsins Heimis. Hér neðar í fréttinni má sjá myndband frá tónleikunum.

Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði síðast liðinn laugardag. Sérstakur gestur á tónleikunum var Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperunni Ragnheiði og var í kjölfarið valinn söngvari ársins 2015.

Góð aðsókn var á tónleikana og má segja að Elmar hafi sungið sig inn í hjörtu gesta sem fjölmenntu að vanda í Miðgarð. Þess má geta, eins og fram kemur í umfjöllun í afmælisblaði Feykis, að Elmar rekur ættir sínar í Skagafjörð. Móðurafi hans, Benedikt Frímannson, var frá Austara-Hóli í Fljótum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir