Mannlíf

Kíkt upp í 22 metra hæð í körfubíl

Viðbragðsaðilar í Skagafirði voru með kynningu og sýningu á tækjabúnaði sínum á bílastæðinu við Skagfirðingabúð í dag. Þar var meðal annars hægt að kíkja upp í 22 metra hæð með þar til gerðum körfubíl.
Meira

Stefnir í stórkostlegt kvöld í íþróttahúsinu

Feykir leit við inn í Íþróttahúsið á Sauðárkróki fyrr í dag þar sem æfingar og undirbúningur stóð sem hæst fyrir stórsýninguna „Árið er... - lögin sem lifa“. Í kvöld verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum flutt af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur.
Meira

Karlakórinn Heimir og Elmar Gilbertsson í Miðgarði annað kvöld

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði annað kvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum er Elmar Gilbertsson tenórsöngvari. Spjallað var við Heimismenn í afmælisblaði Feykis sem kom út í síðustu viku.
Meira

Mamma Mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýna í kvöld söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem er ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikillar vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Sara Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramót í ísbaði fór fram við sundlaug Sauðárkróks í gær. Það var Sara Jóna Emilía sem sigraði eftir harða baráttu við Benedikt S. Lafleur. Sara sat í ískarinu í 13:13 mínútur í vatni sem var við frostmark og ís í karinu að auki.
Meira

Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira

Einar Mikael kemur á Krókinn

Einar Mikael töframaður ætlar að vera með sýningu á Mælifelli í næstu viku. Sagðist hann hlakka mikið til að koma og gleðja fjölskyldur á Króknum. Hann segir sýninguna vera troðfulla af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi.
Meira

Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18. Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað.
Meira

Vor í lofti hjá Lillukórnum

Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Meira