Hátíðin sem gleður húnvetnsk hjörtu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
13.07.2016
kl. 16.10
Húnavaka, bæjarhátíð og fjölskylduskemmtun Austur-Húnvetninga, verður haldin dagana 14.–17. júlí nk. „Hátíðin hefur skipað sér fastan sess hjá heimamönnum sem og brottfluttum Blönduósingum. Segja má að hátíðin sé nokkurs konar „reunion“ fyrir brottflutta Blönduósinga sem hafa sótt hana vel undanfarin ár sem og heimamenn og aðrir gestir, enda allir velkomnir á Blönduós,“ sagði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, annar umsjónaraðili hátíðarinnar, í samtali við Feyki. Þetta er fjórða árið sem þau systkinin, Kristín og Eysteinn Pétur, annast framkvæmd hátíðarinnar.
Meira