Mannlíf

Hátíðin sem gleður húnvetnsk hjörtu

Húnavaka, bæjarhátíð og fjölskylduskemmtun Austur-Húnvetninga, verður haldin dagana 14.–17. júlí nk. „Hátíðin hefur skipað sér fastan sess hjá heimamönnum sem og brottfluttum Blönduósingum. Segja má að hátíðin sé nokkurs konar „reunion“ fyrir brottflutta Blönduósinga sem hafa sótt hana vel undanfarin ár sem og heimamenn og aðrir gestir, enda allir velkomnir á Blönduós,“ sagði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, annar umsjónaraðili hátíðarinnar, í samtali við Feyki. Þetta er fjórða árið sem þau systkinin, Kristín og Eysteinn Pétur, annast framkvæmd hátíðarinnar.
Meira

Ljósmyndasýning á Blönduósi

Á Húnahorni má sjá að „Leyst úr læðingi“ er nafn á ljósmyndasýningu sem stendur yfir í júlí og ágúst í Íþróttahúsinu á Blönduósi. Ljósmyndarinn heitir Vigdís H. Viggósdóttir en hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í Reykjavík árið 2014. Vigdís hefur farið víða með ljósmyndir sínar en þær eiga allar það sameiginlegt að fjalla um mann, náttúru, samspil efnis og anda.
Meira

Dagskrá tilbúin fyrir Húnavöku 2016

Dagana 14. – 17. júlí verður Húnavaka haldin á Blönduósi en um er að ræða bæjar og fjöldkylduhátíð Austur-Húnvetninga. Kemur þetta fram á Húnahorninu.
Meira

„Vildi hafa læknana með því annars breytist ekki neitt“

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti í Skagafirði greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og hefur hann barist af krafti við það síðan með hjálp eiginkonu sinnar, Ásu Sigurrósu Jakobsdóttur. Hann hefur einnig þurft að berjast við kerfið því læknar vildu ekki senda Pálma í meðferð í Þýskalandi er kallast Proton geislameðferð. Blaðamaður Feykis sótti hjónin heim í Garðakot, í þann mund sem þau afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar peningagjöf í nýstofnaðan utanfararsjóð félagsins, og tók þau tali.
Meira

Listaflóð á Vígaslóð

Næstkomandi helgi, dagana 8. og 9. Júlí verður haldin menningarhátíð í Blönduhlíð sem nefnist Listaflóð á Vígaslóð.
Meira

Talsverð fjölgun gesta milli ára

Greinilega fjölgun gesta er á milli ára hjá Byggðasafni Skagfirðinga, samkvæmt því sem segir á Facebook-síðu Byggðasafnsins. Árið 2015 var tala gesta í Minjahúsi frá áramótum til loka júní 636, á þessu ári eru þeir orðnir 1.339.
Meira

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Sauðárkrókskirkju

Söngvaskáldin Kristjana Stefáns og Svavar Knútur halda tónleika í Sauðárkrókskirkju annað kvöld, 6. júlí klukkan 20.00 en tónleikarnir eru partur af tónleikaferð þeirra um landið. Fram að þessu hafa undirtektirnar verið prýðilegar.
Meira

Minnast 60 ára afmælis Dægurlagakeppninnar á veglegan hátt

Við úthlutun menningarstyrkja frá Kaupfélagi Skagfirðinga á dögunum var meðal annars veittur styrkur til að vinna að sögu Dægurlagakeppninnar á Sauðárkróki. Keppnin var fyrst haldin 1957 og á næsta ári verða því 60 ár síðan og er stefnt á að minnast þeirra tímamóta á veglegan hátt.
Meira

Grænumýrarsystur sungu sig í hjörtu landsmótsgesta

Systurnar frá Grænumýri í Blönduhlíð, Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur, 9 og 6 ára, bræddu hjörtu landsmótsgesta á Hólum í Hjaltadal. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þær koma fram á hátíðinni en þær unnu Söngkeppni barnanna með laginu „Líttu sérhvert sólarlag“ fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Myndir frá markaði í Aðalgötunni á Lummudögum

Líkt og undanfarna Lummudaga var markaður í Aðalgötunni og nágrenni á laugardeginum. Þar var að sjálfsögðu margt um manninn og margt í boði í sölutjöldum. Veðrið var skínandi gott, hlýtt og stillt og sólarglennur af og til. Að sjálfsögðu var víða hægt að ná sér í lummur og Bakarastéttin var að venju þétt setin.
Meira