Fyrirlestur um sögu lopapeysunnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
03.06.2016
kl. 10.07
Á sunnudaginn kemur, 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem hún nefnir „Saga lopapeysunnar“.
Fyrirlesturinn er byggður á sameiginlegu rannsóknarverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteini, húsi skáldsins, um íslensku lopapeysuna, sem Ásdís vann. Að afloknum fyrirlestri, spjallar Ásdís við gesti yfir rjúkandi kaffibolla. Venjulegur aðgangseyrir gildir og eru allir velkomin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.