Húnavöku dreift inn á hvert heimili

Frá útgáfuhófi vegna útgáfu Húnavöku og bæklingsins Milli fjalls og fjöru í Eyvindarstofu í júní 2014. Mynd: KSE.
Frá útgáfuhófi vegna útgáfu Húnavöku og bæklingsins Milli fjalls og fjöru í Eyvindarstofu í júní 2014. Mynd: KSE.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur árlega staðið að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. „Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af,“ segir í tilkynningu frá USAH á vefnum Húnahornið.

Sala bókarinnar undanfarin ár hefur þó farið minnkandi. „Á þingi USAH í mars 2016 var ákveðið að gera tilraun til að auka dreifingu og lestur ritsins og verður ritið því sent inn á hvert heimili í sýslunni með valgreiðsluseðli í von um að með þessu móti væri hægt að lækka verð, auka vægi ritsins og fjölga lesendum þess,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir