Mannlíf

Tvö verkefni í Árskóla tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Vinaliðaverkefni' og verkefnið Að vera 10. bekkingur í Árskóla hafa verið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla, sem eru landssamtök foreldra. Verða verðlaunin veitt í 21. sinn við hátíðlega athöfn á morgun.
Meira

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Frábær aðsókn á Fullkomið brúðkaup

Aðsókn hefur verið frábær á uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Howdon í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Uppselt hefur verið á fjórar sýningar af tíu hingað til og góður rómur gerður að sýningunni. Ýmsan skemmtilegan fróðleik um sýninguna og þátttakendur má lesa á heimasíðu leikfélagsins.
Meira

„Það er einhver tilgangur með að ég fékk þetta verkefni“

Bylgja Finnsdóttir er búsett í Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. Hún var innan við þrettán ára þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins endómetríósu gerðu vart við sig og síðar bættust við sjálfsofnæmissjúkdómarnir blettaskalli og vanvirkur skjaldkirtill.
Meira

Geitafjör á Grænumýri gerði lukku

Í gær var blásið til geitafjörs á Grænumýri í Blönduhlíð, sem var hluti af Barnamenningardögum í Skagafirði. Boðið var upp á fjölskyldustund í fjárhúsunum á Grænumýri þar sem skoða mátti geitur og kiðlinga og hlusta á tónlist úr smiðju Disney og Abba.
Meira

Söngskemmtun félags eldri borgara í Skagafirði

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Frímúrarasalnum á uppstigningardag, 5. Maí klukkan 15. Söngstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvari Þorbergur Skagfjörð Jósefsson.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Færðu Ívari Elí afrakstur áheitahlaups

Í gær afhentu nemendur í 7. og 8. bekk Varmahlíðarskóla Ívari Elí Sigurjónssyni og föður hans, Sigurjóni Leifssyni afrakstur áheitasöfnunar sinnar. Síðustu vikur hafa þessir 32 krakkar safnað 1.113.829 krónum með áheitahlaupi sem þau hlupu síðasta vetrardag.
Meira

Elmar söng sig inn í hjörtu Sæluvikugesta

Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði síðast liðinn laugardag. Sérstakur gestur á tónleikunum var Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperunni Ragnheiði og var í kjölfarið valinn söngvari ársins 2015.
Meira

Fullkominn farsi í höndum Leikfélags Sauðarkróks

Leikritið Fullkomið brúðkaup hefur verið sett upp hjá hundruðum leikhúsa um allan heim, eins og fram kemur á heimasíðu höfundar, Robins Hawdon. Fullkomið brúðkaup er fullkominn farsi, eða eins og í leikskrá er haft eftir höfundinum: „Góður farsi þarf m.a. að bjóða upp á hraða, fullt af misskilningi, fyndni, framhjáhöld, ást og hurðaskelli.“ Auk þess, þar sem þetta er erlent leikrit, þarf þessi farsi að bjóða upp á mjög færan þýðanda, húmorista sem kann að draga fram kómiska hlið af hverju einasta orði íslenskrar orðabókarinnar en sá reynslubolti er enginn annar en Örn Árnason. Ég held að textagerð farsa sé ennþá flóknara og meira krefjandi en að semja handrit fyrir drama, en það má vera rangt. En vindum okkur að brúðkaupinu, förum okkur í Bifröst á Sauðárkróki í boði Leikfélags Sauðárkróks og bíðum spennt.
Meira