Mannlíf

Vesturósbrú Héraðsvatna 90 ára

Mánudaginn í síðustu viku, þann 11. júlí, voru liðin 90 ár frá því að Vesturósbrú Héraðsvatna var vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Frá þessu segir á Facebooksíðunni Sauðárkrókur – bærinn undir Nöfunum.
Meira

„Við þurfum að gæta að jafnvægi á milli ferðaþjónustunnar og selanna“

Á dögunum settust blaðamenn Feykis niður með sérfræðingum Selasetursins en þeir eru nú orðnir fjórir talsins og koma til með að rannsaka seli og umhverfi þeirra á einn eða annan hátt. Okkur lá forvitni á að vita meira um sérfræðingana og rannsóknirnar sem í gangi eru á Selasetrinu þessi misserin.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst á morgun

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Það eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og hafa á bak við sig svokallaða Eldsnefnd sem er þeim til aðstoðar við undirbúninginn.
Meira

Vel sótt Knappstaðamessa

Hin árlega sumarmessa í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum var síðasta sunnudag. Fljótamenn, brottfluttir sem heimamenn, sumarbústaðareigendur og fleiri góðir gestir fjölmenntu til messu, þrátt fyrir slæma veðurspá. Rættist enda úr veðrinu og gátu þeir sem ekki komust inn í kirkjuna því setið í kirkjugarðinum á meðan messað var.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Um síðastliðna helgi var listasýningin „Maríudagar“ haldin á Hvoli í Vesturhópi, í sjötta sinn. Fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli hefur heiðrað minningu hennar með þessum hætti við góðan orðstír undanfarin ár.
Meira

Myndlistarsýningin „Fyrstu sporin mín“

Kristín Ragnars opnar myndlistasýninguna „Fyrstu sporin mín“ næstkomandi laugardag, þann 16. júlí, í Kakalaskála í Blönduhlíð, Skagafirði. Um er að ræða einkasýningu Kristínar og er opnun hennar klukkan 14:00. Þá mun Sigurður Hansen flytja ljóð og María Guðmundsdóttir vera með opna vinnustofu þar sem hún sýnir handverk sitt.
Meira

Sigurvegarar ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils

Í dag var tilkynnt hverjir hefðu sigrað í ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils sem fram fór á Sjómannadaginn síðastliðinn. Dómnefnd skipuðu Erla Björk Helgadóttir, Davíð Þór Helgason, Rögnvaldur Ingi Ólafsson, Atli Freyr Kolbeinsson, Birgir Smári Sigurðsson hjá Tengli ehf og Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis.
Meira

Páll Óskar kemur aftur á Gæruna

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki í fyrra er væntanlegur aftur á hátíðina í ár. Verður hátíðin haldin í húsakynnum Loðskinns, líkt og verið hefur, að sögn Adams Smára Hermannssonar og Ásdísar Þórhallsdóttur, sem eru framvkæmdastjórar hátíðarinnar í ár.
Meira

Húnavaka hefst í dag

Húnavaka byrjar í dag en þá verða ýmis söfn opin og bæjarbúar á Blönduósi fara um bæinn og skreyka hann hátt og lágt. Á Húnahorni er sagt frá viðburði sem haldinn verður í kvöld en það er Blö Quiz sem haldið var fyrst á Húnavöku í fyrra.
Meira

Stelpur rokka á Norðurlandi

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræð­ast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu. Samtökin fagna fimm ára afmæli og hafa nú verið stofnuð undirsamtök, Stelpur Rokka Norðurland. Feykir ræddi við Önnu Sæunni Ólafsdóttur verkefnisstýru um samtökin og rokkbúðir sem haldnar verða á Akureyri í lok mánaðarins.
Meira