Mannlíf

Hjalti og Lára með útgáfutónleika á Blönduósi

Húnvetningurinn Hjalti og eiginkona hans, Lára, gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Árbraut og fagna með tónleikum víða um landið. Miðvikudaginn 31 ágúst munu þau halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni í bland við annað efni.
Meira

Myndir frá Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn helgina 12.-14. ágúst. Hófst hún á föstudegi með tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni í ár var þess minnst að 350 ár eru liðið frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan ágústmánuð.
Meira

Ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu gefin út

Nýlega kom út bókin Ég lít til baka sem hefur að geyma ljóðmæli Jóns K. Friðrikssonar, hestamanns og hrossaræktanda á Vatnsleysu í Skagafirði. Jón var fæddur árið 1941 en lést fyrir aldur fram árið 2004, aðeins 63 ára að aldri. Bókin skiptist í ljóð, tækifærisvísur og skemmtilegar frásagnir vina Jóns af honum. Einnig prýða bókina myndverk eftir Eðvald Friðriksson, bróður Jóns, en Jón samdi ljóð við myndirnar.
Meira

Hægt að kaupa miða á Gæruna í kvöld

Gæran stendur nú sem hæst núna en í gær léku fyrir gesti, listamenn á borð við Contalgen Funeral, Ottoman, Blakkák og Páll Óskar. Góður rómur var gerður að tónlistaratriðunum. Eftir tónleikana héldu margir á ball á Mælifelli þar sem Páll Óskar skemmti fram á rauða nótt.
Meira

Fjársjóðsleit fram í sveit

Í tilefni SveitaSælu ætla Boðið á býli - The Icelandic Farm Animals, sem samanstendur af þremur sveitabæjum í Lýtingsstaðahreppi, að bjóða upp á skemmtilega uppákomu á sunnudaginn. Um er að ræða Fjársjóðsleit fram í sveit, sem er ratleikur fyrir alla fjölskylduna.
Meira

Gæran hefst í kvöld

Tónlistarhátíðin Gæran hefst á Sauðárkróki í kvöld með Sólóistakvöldi á Hótel Mælifelli en Jón Jónsson mun loka því kvöldi, eftir að fjórir aðrir tónlistarmenn hafa komið fram. Á morgun föstudag verður svo barnaskemmtun með Páli Óskari á Mælifelli klukkan 17 og hinir eiginlegu Gærutónleikar verða í húsakynnum Loðskinns föstudags- og laugardagskvöld.
Meira

Króksmótið fór fram um síðustu helgi

Ingvar Hrannar Ómarsson, mótastjóri Króksmótsins var hress er blaðamaður Feykis heyrði í honum að Króksmótinu loknu en þar spiluðu 115 lið úr 5., 6., og 7. flokk drengja alls staðar af landinu.
Meira

Gæðingamót og opið hús í Húnaveri

Þann 20. ágúst næstkomandi verður haldið gæðingamót með frjálslegum hætti á félagssvæði Óðins í Húnaveri.
Meira

Barokk- og Hólahátíð

Hólahátið og Barokkhátíð ætla að stilla saman strengi sína í ár. Þess verður minnst að 350 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu Passíusálmanna á Hólum árið 1666. Af því tilefni opnaði sýning á völdum útgáfum passíusálmanna í Auðunarstofu á Hólum þann 1. ágúst s.l. og stendur hún enn.
Meira

Áhugi Vestur-Íslendinga á uppruna sínum hefur farið vaxandi

Hjónin Valgeir Þorvaldsson og Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir byrjuðu í ferðaþjónustu árið 1984, þá nýlega flutt að Vatni á Höfðaströnd. Upphaflega voru gisting í sumarhúsum heima á bænum og silungsveiði í Höfðavatni helstu þættir í starfseminnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú reka þau Vesturfarasetrið, gistingu fyrir tæplega 50 manns á Hofsósi og í Kolkuósi og Íslensku fánasaumastofuna, auk þess að búa með 150 kindur og 20 hross og stunda silungsveiði til sölu á veitingahúsum.
Meira