Mannlíf

Ben Stiller hreifst af Grettissögu í Drangeyjarferð

Leikarinn góðkunni og Íslandsvinurinn Ben Stiller var staddur á landinu á dögunum. Á meðan á dvöl hans stóð fór hann í siglingu með Drangeyjarferðum út í Drangey í Skagafirði síðastliðinn laugardag. „Hann fékk alveg frábært veður, útsýni yfir allan fjörðinn og sá nóg af lunda - þetta var mjög skemmtileg ferð,“ sagði Helgi Rafn Viggósson hjá Drangeyjarferðum, eða Drangey Tours, í samtali við Feyki.
Meira

Jónsmessudagskráin hefst á fimmtudaginn

Dagskrár Jónsmessuhátíðarinnar á Hofsósi hefst á fimmtudagskvöldið með formlegri opnun á myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Á föstudaginn og laugardaginn verður svo fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Fjölskylduhátíð harmónikuunnenda í Skagafirði

Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skagafirði hefur verið haldin um árabil, fyrst í Húnaveri þar sem félagið var lengi í samvinnu við Húnvetninga. Nú heldur Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði hana öðru sinni á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, helgina 24.-26. júní næstkomandi en þar er aðstaða fyrir gesti hin glæsilegasta.
Meira

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Hard Wok í umfjöllum Moggans um matarferðamennsku

Veitingastaðurinn Hard Wok er einn nokkurra veitingastaða á landinu sem fjallað er um í umfjöllum Morgunblaðsins í gær um matarferðamennsku. Þar er saga staðarins rakin og sagt frá vaxandi vinsælum hans og Íspinnagerðinni Frís sem er rekin samhliða Hard Wok.
Meira

Prjónagleði hefst í dag

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira

Fjölbreytt barna-og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíð

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og unglignaskemmtun á Jónsmessuhátíð á Hofsósi sem haldin verður um aðra helgi. Hefst hún með sundlaugarpartýi fyrir 12-18 ára á föstudagskvöldinu frá kl. 21-23, með leikjum og tónlist.
Meira

Húnavöku dreift inn á hvert heimili

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur árlega staðið að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. „Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af,“ segir í tilkynningu frá USAH á vefnum Húnahornið.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins færist í Jarlsstofu

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júní, kl 20:00. Fundarstaður hefur verið færður til og verður fundurinn í Jarlsstofu á neðstu hæð Hótel Tindastóls, en ekki á Kaffi Krók eins og auglýst hafði verið.
Meira

Prjónagleði á Blönduósi dagana 10. - 12. júní

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði” helgina 10. - 12. júní 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman.
Meira