Mannlíf

Kaffihlaðborð um Verslunarmannahelgina

Í áraraðir hafa Húsfreyjurnar boðið upp á veislur í Hamarsbúð og nú er engin undantekning á því. Ágóðinn hefur ávallt runnið til góðgerðamála í héraðinu og svo mun einnig vera núna.
Meira

Sigríður Thorlacius í Borgarvirki í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er hafin og í kvöld verða tónleikar í Borgarvirki, sem eru einn af hápunktum hátíðarinnar. Að þessu sinni mun Sigríður Thorlacius skemmta á tónleikunum. Umhverfið í Borgarvirki er einstakt og hljómburðurinn frábær í þessu stuðlabergsvirki sem stendur skammt frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.
Meira

Heyskapur hefur gengið vel í eindæma tíðarfari

Fyrri slætti er víðast hvað lokið á Norðurlandi vestra og hefur heyskapur almennt gengið vel, enda tíðarfar með eindæmum gott. Bændur sem Feykir hafði samband við létu vel af heyjum og tíðarfari, þó að sums staðar sé töluvert um kal. Þá lítur vel út með kornrækt og gæti þresking hafist í byrjun september.
Meira

Ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu gefin út

Nýlega kom út bókin Ég lít til baka sem hefur að geyma ljóðmæli Jóns K. Friðrikssonar, hestamanns og hrossaræktanda á Vatnsleysu í Skagafirði. Jón var fæddur árið 1941 en lést fyrir aldur fram árið 2004, aðeins 63 ára að aldri.
Meira

Riðið til kirkju að Ábæ

Farið verður í kristilega menningarferð að Ábæ í Austurdal sunnudaginn 31. júlí, á vegum hestamannafélagsins Skagfirðings. Þar mun Einar Kristinn Guðfinnsson flytja hugvekju, en sr. Gísli Gunnarsson verður við altarið.
Meira

Prentað með ryði

Nýlega stóð Sumar TÍM fyrir námskeiði í Textílprentun, í Húsi frítímans, fyrir 1.-6. bekk. Inga Birna Friðjónsdóttir hélt utan um námskeiðið en hún lærði fatahönnun í Danmörku.
Meira

„Tónlistarhátíðir verða að stækka“

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki 11.-13. ágúst. Undirbúningur er nú kominn í fullan gang en nokkur óvissa ríkti um afdrif hátíðarinnar vegna greiðsluþrots Loðskinns, en hátíðin hefur verið haldin í húsakynnum fyrirtækisins. Nú er hins vegar ljóst að hátíðin verður haldin þar, líkt og verið hefur frá upphafi.
Meira

Ofurmenni að gera það gott

Nýjasta lag Króksaranna Arnars Freys Frostasonar og Helga Sæmundar Guðmundssonar, sem skipa eina vinsælustu rappsveit landsins í dag, Úlfur Úlfur, hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið skipar nú 16. sæti á vinsældalista Rásar tvö.
Meira

Ærslabelgur risinn á Skagaströnd

Svokallaður „Ærslabelgur“ er risinn á Skagaströnd en um er að ræða uppblásið leiktæki sem er um 100 fermetrar að flatarmáli. Sagt er frá þessu á vefsíðu Skagastrandar.
Meira

Norðanpaunk 2016 - Fréttatilkynning

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið á Laugarbakka verslunarmannahelgina 2016 dagana 29. til 31. júlí. Skráning á ættarmótið fer aðeins fram á heimasíðu félags áhugamanna um Íslenska jaðartónlist:www.nordanpaunk.org (engir miðar við hurð!)
Meira