Húnavaka hefst í dag
Húnavaka byrjar í dag en þá verða ýmis söfn opin og bæjarbúar á Blönduósi fara um bæinn og skreyka hann hátt og lágt. Á Húnahorni er sagt frá viðburði sem haldinn verður í kvöld en það er Blö Quiz sem haldið var fyrst á Húnavöku í fyrra.
Það er Félagsheimilið á Blönduósi sem heldur Blö Quiz í kvöld og hefst það klukkan 22:00. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Um er að ræða liðakeppni og eru tveir saman í liði. Alls verða bornar upp 28 spurningar í léttari kantinum og tvær laufléttar bjórspurningar líkt og tíðkast í pub quiz spurningaleikjum. Höfundar spurninga og jafnframt kynnar kvöldsins eru þau Auðunn Sigurðsson og Berglind Björnsdóttir. Ekki er nóg með að þau eru bæði spurningahöfundar og kynnar heldur eru þau einnig dómarar.
Frikki trúbador leikur fyrir gesti í hléi og að loknu Blö Quiz-inu. Þá verður barinn opinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.