Mannlíf

Ástin, drekinn og dauðinn

Í tilefni af Bleikum október þetta árið leiddu Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar saman hesta sína og stóðu fyrir fyrirlestri í Sauðárkrókskirkju í gærkvöldi.
Meira

Mikilvægt að vera einróma og búa til skíra ímynd

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Var þess meðal annars minnst með ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík í síðustu viku. Nú eru í boði fjórar námsleiðir við deildina og næsta haust verður þeirri fimmtu bætt við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan deildin hóf starfsemi haustið 1996, eins og deildarstjórinn, Laufey Haraldsdóttir, rifjaði upp með blaðamanni Feykis í byrjun vikunnar.
Meira

Rakelarhátíð á sunnudaginn

Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 9. október kl. 14.
Meira

Fjárdagur í Fljótum

Á laugardaginn stendur Fjárræktarfélag Fljótamanna fyrir hinu magnaða fjárdegi sínum í fjórða skiptið. Að þessu sinni hefur viðburðinum verið valinn staður að Ökrum í Flókadal í Vestur-Fljótum.
Meira

„Þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist“

Eins og Feykir greindi frá á dögunum hafa Austur-Húnvetningurinn Hjalti Jónsson og kona hans, Lára Sóley Jóhannsdóttir, sent frá sér sína aðra plötu, Árbraut. Var hún plata vikunnar á Rás 2. Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið og birtist gagnrýnin á vefnum ruv.is. Það er innihaldi plötunnar lýst sem þekkilegri og ljúfri þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
Meira

Fimm daga Fjaðrafok í Varmahlíð

Dans- og fimleikahópurinn Bíbí & Blaka var, ásamt írskum sirkushóp, við æfingar í íþróttahúsinu í Varmahlíð í síðustu viku. „Þetta er búið að vera pínu ævintýri, að fá að fylgjast með þessu,“ sagði Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri í Varmahlíð, þegar Feykir kíkti þangað á sýningu sem hópurinn hafði boðið leik-og grunnskólabörnum í Varmahlíð að fylgjast með.
Meira

Haustverkefni LS hleypt af stokkunum

Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis félagsins verður haldinn í Húsi Frítímans Sæmundargötu 7b sunnudaginn 28. ágúst kl. 20:00. Áformað er að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi nú á haustdögum.
Meira

Lífsreynsla í 60 ár

Hólaráðstefna 3. bekkjar Z í Kvennaskólanum í Reykjavík 1971-1972 verður haldin á Hólum laugardaginn 3. september og er tilefnið 60 ára afmæli bekkjarsystranna úr umræddum árgangi Kvennaskólans. Ber hún yfirskriftina Lífsreynsla í 60 ár.
Meira

Konráðsþing í Kakalaskála

Málþing um Konráð Gíslason, málfræðing og einn Fjölnismanna, verður haldið í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 3. september næstkomandi. Málþingið hefst kl. 14:00 og endar með pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð kl. 17:00.
Meira

Tónleikar á ágústkvöldi

Föstudagskvöldið, 26. ágúst kl. 21:00, verða tónleikar í Héðinsminni þar sem hjónin á Tjörn í Svarfaðardal, Kristjana og Kristján, skemmta á sinn einstaka hátt. „Þau eru löngu landskunn og það er einfaldlega mannbætandi að hlýða á þau og njóta tónlistarinnar,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu sem kom út í dag.
Meira