Mannlíf

Stefnir í ógleymanlega stund á Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fer fram annað kvöld á Reykjum á Reykjaströnd. Samkvæmt Viggó Jónssyni, einum af skipuleggendum hátíðarinnar, hefur undirbúningurinn gengið stórvel, það sé allt að verða komið.
Meira

Sviðsframkoma endurvakin

Sviðsframkoma var endurvakin í Gúttó í gærkvöldi en tilefnið var útkoma ljóðbókarinnar „Rökkur“ eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson.
Meira

Einhuga um að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Árskóla

Fyrr í vikunni var greint frá því á feyki.is að Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði lagt til að færa tónlistarnám á Sauðárkróki inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017. Byggðarráð samþykkti tillögu Fræðslunefndar á fundi sínum í gær.
Meira

Lummudagar settir í Árskóla kl. 18

Lummudagar verða settir með athöfn í á lóð Árskóla á Sauðárkróki kl. 18 í dag, nánar tiltekið í „U-inu“ eins og segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Boðið verður upp á fiskisúpu, tónlist, hundasýningu og parkoursýningu.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Í gær, 22. júní, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutunina en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.
Meira

Sviðsframkoma í Gúttó endurvakin í kvöld

Í tilefni af útgáfu ljóðbókar Skarphéðins Ásbjörnssonar „Rökkur“, verður sviðsframkoma í Gúttó endurvakin og boðið upp á ljóð, tóna og myndlist í kvöld. Skarphéðinn mun lesa úr bókinni, Gillon mun flytja nokkur lög sem og Þórólfur Stefánsson gítarleikari sem gæla mun við klassíska strengi. Dagskrá hefst kl. 20:30 og stendur yfir í rúma klukkustund.
Meira

Frítt inn á Minjahúsið á Sauðárkróki í sumar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á dögunum tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þess efnis að aðgangur að Minjahúsi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki verði ókeypis í sumar.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt árlega og sívinsæla kaffihlaðborð á þjóðhátíðardaginn 17. júní frá klukkan 14 til 17 í Skagabúð. Verð er 1.700 krónur fyrir 13 ára og eldri og 1.200 krónur fyrir börn 7 til 12 ára. „Gleðjumst saman í þjóðhátíðarstemningu, hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í auglýsingu frá kvenfélaginu.
Meira

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Hefðbundin skrúðganga verður farin frá SAH Afurðum að Félagsheimilinu og hefst hún klukkan 13:30. Síðan verður hátíðardagskrá á Bæjartorgi með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Hátíðarhöld í Skagafirði á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur um allt land á morgun og ýmislegt um að vera á Norðurlandi vestra í tilefni dagsins. Eftirfarandi er dagskráin í Skagafirði.
Meira