Vel sótt Knappstaðamessa

Messað er í Knappstaðamessu einu sinni á sumri. Mynd: KSE
Messað er í Knappstaðamessu einu sinni á sumri. Mynd: KSE

Hin árlega sumarmessa í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum var síðasta sunnudag. Fljótamenn, brottfluttir sem heimamenn, sumarbústaðareigendur og fleiri góðir gestir fjölmenntu til messu, þrátt fyrir slæma veðurspá. Rættist enda úr veðrinu og gátu þeir sem ekki komust inn í kirkjuna því setið í kirkjugarðinum á meðan messað var.

Það var sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur sem þjónaði en sr. Gísla Gunnarsson prédikaði. Í prédikun sinni rakti hann m.a. sögu kirkjustaðarins og kirkjunnar og sagði frá endurbótum sem gerðar voru á níunda áratugnum, áður en hún var endurvígð. Einnig minntist hann nokkurra presta sem þjónuðu á Knappstöðum meðan Stíflan var ennþá sérstök sókn.

Á eftir var drukkið veglegt kirkjukaffi, áður en kirkjugestir héldu heim á leið, ýmist ríðandi eða akandi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir