Mannlíf

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning eru meðal viðburða á Jónsmessuhátíð á Hofsósi síðar í þessum mánuði. Hátíðin hefst að þessu sinni á fimmtudegi, 16. Júní, með opnun myndlistarsýningar Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Hallrún var með sýna fyrstu einkasýningu í Sæluviku í Skagafirði í vor og vakti hún verðskuldaða athygli.
Meira

Fyrirlestur um sögu lopapeysunnar

Á sunnudaginn kemur, 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem hún nefnir „Saga lopapeysunnar“.
Meira

Leynigestur á barmi heimsfrægðar á Sumartónleikum Menningarfélags Húnaþings vestra

Menningarfélag Húnaþings vestra var formlega stofnað í desember síðastliðnum með það að markmiði að hlúa að hverskyns menningarstarfsemi í héraðinu, skapa umgjörð fyrir fólk til að iðka menningarstarf og að skipuleggja viðburði. Á morgun, laugardaginn 4. júní, verður fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins haldinn, Sumartónleikar Menningarfélags Húnaþings vestra, sem fer fram í Sjávarborg á Hvammstanga og verða fjáröflunartónleikar til að renna stoðum undir starfsemi félagsins.
Meira

Bjórhátíðin á Hólum á laugardaginn

Hin árlega Bjórhátíð verður haldin í sjötta sinn að Hólum í Hjaltadal næstkomandi laugardag. Eins og áður munu íslenskir bjórframleiðendur mæta og kynna sínar vörur, nýjungar á bjórmarkaðnum og svo vonandi hvað er væntanlegt.
Meira

Anna Þóra sýnir Vinjar

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.
Meira

Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival

Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira

Skagafjörður til umfjöllunar í Norðurþýska ríkissjónvarpinu

Þátturinn „Ostsee report“, eða Eystrasalts tíðindi í lauslegri þýðingu, verður sýndur á Norðurþýsku ríkissjónvarpsstöðinni NDR í dag kl. 16:00, eða kl. 18:00 að þýskum tíma. Þátturinn er klukkutíma langur og hefur verið mánaðarlega á dagskrá NDR í rúm 30 ár. Í honum er fjallað er um fólk í Norður Evrópu; Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu nefnd og er um að ræða einskonar „Landa“ þeirra Þjóðverja. Að þessu sinni er að hann að stórum hluta tekinn upp í Skagafirði.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016

Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016, ásamt Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafns og sýn­ing­arinnar Sjón­ar­horns. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Tilkynnt var um tilnefningarnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þegar Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi var haldinn hátíðlegur.
Meira

Sæmdur gullmerki Kiwanis á sextugsafmælinu

Ólafur Jónsson á Hellulandi í Skagafirði var á dögunum sæmdur gullmerki Kiwanis í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Ólafur hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir kiwanisklúbbin Drangey, sem og á landsvísu.
Meira