Vel heppnaðir Maríudagar
Um síðastliðna helgi var listasýningin „Maríudagar“ haldin á Hvoli í Vesturhópi, í sjötta sinn. Fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli hefur heiðrað minningu hennar með þessum hætti við góðan orðstír undanfarin ár.
Vel var mætt báða dagana þó veðrið hafi ekki verið með besta móti. Meðal þeirra sem sýndu verk sín þessa helgi voru þau Jón Eiríksson, bóndi og listamaður, Kolbrún Grétarsdóttir, áhugamaður og tamningakona og Oddný Jósefsdóttir, handverkskona. Þá var einnig ljósmyndasýning á Hvoli en þar mátti sjá gamlar myndir af sveitungum í leik og starfi. Á sunnudaginn var riðið til messu í Breiðabólstaðarkirkju og var mæting með besta móti. Eftir messu var boðið upp á veitingar á Hvoli og var mikið skrafað og skoðað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.