Forseti Íslands ræðumaður á Hólahátíð
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu á sameiginlegri Hóla og Barokkhátíðinni um næstu helgi en hátíðin fer fram á Hólum í Hjaltadal.
Fyrsta embættisverk Guðna Th. var að sækja Sólheima heim en honum er málefni fatlaðra og þroskahamlaðra hugleikinn. Næst mun hann sem sagt flytja ræðu á Hóla og Barokkhátíðinni en ár hvert hafa verið fengnir til verksins ýmsir málsmetandi menn.
Í ár sameinast tvær hátíðir í eina en það er Hólahátíðin og Barokkhátíðin og því fjölbreytt dagskrá framundan. Helst ber að nefna Barokktónleika og pílagrímsgöngu eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströndum heim að Hólum. Hægt er að nálgast fulla dagskrá hátíðarinnar á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.