Nes listamiðstöð í áströlskum netmiðli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
03.08.2016
kl. 09.41
Á skagastrond.is er greint frá áströlskum netmiðli sem fjallar um listakennarann Amanda Marsh, sem mun dvelja í Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd í janúar 2017.
Þar segir einnig að Amanda Marsh sé ekki einungis listkennari í St. Norbert, heldur margverðlaunaður listamaður. Talsvert er fjallað um Nes í viðtalinu og Amanda spurð út í væntingar sínar fyrir dvölinni á Skagaströnd en hún telur þetta frábært tækifæri til að vinna að listinni á markvissari hátt en ella.
Fréttina í heild má lesa hér:http://www.communitynews.com.au/canning-times/news/st-norbert-art-teacher-to-take-residence-in-iceland/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.